Fara í innihald

Hljómborð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hljómborðsleikari)
„Hljómborð“ getur líka átt við rafmagnsorgel eða hljóðgervil.
Korg Monologue-hljóðgervill með 25 lykla hljómborð (2 áttundir + 1) með E-E tónstiga.

Hljómborð er lyklaborð með hnöppum eða sveifum sem hægt er að ýta á til að framkalla tóna með hljóðfæri. Oftast hafa hljómborð að minnsta kosti tólf hnappa fyrir tólf tóna vestræns tónstiga. Þegar ýtt er á hnappinn gefur hljóðfærið frá sér tón, ýmist með því að slá á streng (píanó), plokka streng (semball), stýra lofti í gegnum hljómpípu (pípuorgel), slá á bjöllu (klukknaspil) eða með rafrænum hætti (hljóðgervill, rafmagnspíanó). Algengasta hljómborðshljóðfærið er píanó og hefðbundin hljómborð eru oftast með lykla sem minna á hljómborð píanós, með sjö stærri hvíta lykla fyrir sjö nótur C-dúr tónstigans, og styttri svarta lykla fyrir hinar fimm nótur krómatíska tónstigans, fyrir hverja áttund. Fjöldi lykla getur verið mismunandi eftir hljóðfærum. Dæmigert píanó er með 88 lykla, en dæmigerð píanónikka er með 41 lykil.[1]

Fyrsta hljómborðshljóðfæri heims var vatnsorgel sem var fundið upp í Grikklandi á 3. öld f.o.t.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Long & McQuade (3.2.2021). „Everything You Ever Wanted to Know About the Accordion (But Were Afraid to Ask)“. Long&McQuade Musical Instruments.
  2. Björgvin Tómasson (30.4.2019). „Hvernig virka orgel?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.