Wikipedia:Gæðagreinar/Kjördæmi Íslands
Ísland skiptist í sex kjördæmi sem kjósa fulltrúa á Alþingi. Þau eru: Reykjavíkurkjördæmi norður (11), Reykjavíkurkjördæmi suður (11), Norðvesturkjördæmi (10), Norðausturkjördæmi (10), Suðurkjördæmi (10) og Suðvesturkjördæmi (11). Um kjördæmaskipan á Íslandi er mælt fyrir í 31. grein stjórnarskrárinnar og í lögum um kosningar til Alþingis.
Núverandi skiptingu var komið á með stjórnarskrárbreytingu árið 1999 og var ætlað að jafna vægi atkvæða milli landshluta frá því, sem áður var, en allt frá því að þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en dreifbýlinu. Í kosningunum 1999, sem voru þær síðustu þar sem kosið var eftir eldri kjördæmaskipan, var mesti munur atkvæðavægis rétt tæplega ferfaldur á milli Vestfjarðakjördæmis og Reykjanesskjördæmis. Nýja kjördæmaskiptingin byggir á þremur kjördæmum á höfuðborgarsvæðinu og þremur á landsbyggðinni.
Lesa áfram um kjördæmi Íslands...