Walt Disney

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Walter Elias Disney árið 1954.
Newman Laugh-O-Gram (1921)

Walter Elias Disney (5. desember 190115. desember 1966) er aðallega þekktur fyrir að hanna, leikstýra og framleiða teiknimyndir. Hann er ásamt bróður sínum Roy O. Disney stofnandi Walt Disney fyrirtækisins.

Walt Disney og fyrirtæki hans sköpuðu margar eftirminnilegar teiknimyndapersónur; sú þekktasta er Mikki Mús. Mikki Mús var fyrsta persóna Disney kvikmyndafyrirtækisins. Meðal annarra eru Mína Mús, Andrés Önd, Guffi og Plútó. Walter gerði stuttmyndir um þessar persónur til ársins 1937 þegar fyrirtækið gerði sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd Snow White and the Seven Dwarfs (íslenska: Mjallhvít og dvergarnir sjö).

Frímerki með mynd af Walt Disney

Walt Disney-samsteypan hefur búið til margar vinsælar kvikmyndir, til dæmis Mary Poppins, Snow dogs, Pirates of the Caribbean, Cinderella (íslenska: Öskubuska), Lion king (íslenska: Konungur ljónanna), High school Musical, Bolt, Brother bear (íslenska: Björn bróðir), Bedtime stories og Mulan.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.