Mína Mús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Minnie Gelateria Yogurteria.jpg

Mína Mús (fullt nafn Mínerva Mús) er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney. Hún er svört mús með svört, kringlótt eyru sem standa upp í loftið. Hún gengur í kjól og í háhæluðum skóm. Hún er með slaufu á hausnum sem getur verið í öllum mögulegum litum. Kærasti hennar heitir Mikki Mús Hún kemur oftast fram ásamt honum og öðrum persónum í Músabæ. Hún kom fyrst fram á sama tíma og Mikki í teiknimyndinni Plane Crazy 15. maí 1928.

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.