Mikki Mús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Mikki Mús er teiknimynda-og myndasögupersóna sem kom fyrst fram í teiknimynd Walt Disney, Plane Crazy frá 15. maí 1928. Hann er talandi svört mús með einkennandi kringlótt hvítt andlit og kringlótt svört eyru sem gengur upprétt og var upphaflega í rauðum stuttbuxum með alsvört augu. Útlit hans var endurskoðað eftir að Andrés Önd tók fram úr honum í vinsældum 1938 og hann fékk hvítu í augun og betri föt. Í teiknimyndum kemur hann oft fram með Andrési, Guffa og hundinum Plútó en í myndasögunum er hann oftast aðeins með Guffa, Plútó, Mínu Mús, Svarta Pétri og Klörubellu þar sem Disney hefur í áratugi lagt áherslu á að halda Andabæ, söguheimi Andrésar andar, aðskildum frá söguheimi Mikka og Guffa.

Mikki Mús er með tvö svört, stór eyru. Andrés er vinur hans Mikka en Guffi er sá besti. Kærastan hans heitir Mína Mús. Músahús Mikka (Mickey Mouse Clubhouse) þar sem Mikki, Mína, Guffi og Plútó ásamt Andrési og Andresínu kom við sögu, er vinsæll þáttur í barnaefni nú á tímum. Þar lenda þau í miklum ævintýrum þar sem þau þurfa að leysa ýmsar þrautir ásamt „Dúlla“ sem er einhvers konar tækjageymsla sem geymir amboðin sem þau þurfa að nota hverju sinni.

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.