Fara í innihald

Vallónska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Walon)
vallónska
walon
Málsvæði Belgía, Frakkland
Heimshluti Vallónía, Ardennes
Fjöldi málhafa 600.000 (2007)
mögulega aðeins 300.000 virkir talendur
Ætt indóevrópskt
 ítalískt
  rómanskt
   gallórómanskt
    langues d'oïl
     vallónska
Skrifletur Latneskt stafróf
Tungumálakóðar
ISO 639-1 wa
ISO 639-2 wln
ISO 639-3 wln
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Vallónska (Walon) er rómanskt mál sem var aðalmál í meirihluta Vallóníu í Belgíu og nokkrum þorpum í norðurhluta Frakklands (í kringum Givet) til miðrar 20. aldar. Það tilheyrir ættini langues d'oïl, en franska er mest talaða málið í ættinni. Vallónska varð til þegar furstadæmið Liège var stækkað í suður- og vesturátt árið 980.

Þrátt fyrir ríku bókmenntasögu vallónsku hefur notkun tungumálsins dregst saman töluvert frá því að Frakkland innlimaði Vallóníu árið 1795. Á þessu tímabili var franska gerð að tungumáli daglegra samskipta og var í miklu meir áberandi stöðu en áður fyrr. Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð franska kennslumálið í skólum og frá 1952 var börnum var refsað með lögum fyrir að nota vallónsku. Í kjölfar þess hefur dregið úr miðlun málsins til næstu kynslóðanna, með þeim afleiðingum að málið er næstum orðið útdautt. Í dag hafa flestir unglingar litla sem enga kunnáttu í vallónsku.

Ýmis samtök og hópar eru að vinna í að halda tungumálinu lifandi. Vallónska var formlega viðurkennd sem „innfætt svæðisbundið tungumál“ í Belgíu árið 1990. Auk þess hefur verið unnið að stöðlun málsins, til dæmis voru staðlaðar sameiginlegar stafsetningarreglur teknar upp árið 2003. Áður fyrr var kerfi frá 1900 notað til að rita mismunandi mállýskur, en engar staðlaðar stafsetningarreglur voru til staðar. Nýju reglurnar hafa gert það hægt að gefa út stór ritverk, svo sem vallónska útgáfu Wikipedia, sem var sett á laggirnar árið 2003. Árið 2004 var teiknimyndablað í Tintin-seríunni gefið út á vallónsku.

Vallónska er ólíkari staðalfrönsku en belgísk franska, sem hefur svolítið öðruvísi orðaforða og framburð miðað við staðalfrönsku.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.