Fara í innihald

Útdautt tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útdautt tungumál er tungumál sem er ekki lengur talað af innfæddum málnotendum eða ekki lengur í notkun. Stundum er gerður greinarmunur á útdauðu tungumáli og dauðu tungumáli, sem er ennþá notað sem ritmál í sérstöku samhengi en ekki lengur í daglegum samskiptum. Yfirleitt deyr tungumál út þegar annað tungumál leysir það af hólmi, til dæmis þegar enska, franska, portúgalska, spænska og hollenska tóku við af sumum norðuramerískum málum undir nýlendustofnun.

Dauð tungumál, eins og latína, eru enn stundum notuð í vísindalegum, lögfræðilegum eða kirkjulegum tilgangi, ólíkt útdauðu tungumáli, sem enginn notar. Dæmi um útdauð tungumál eru fornkirkjuslavneska, biblíuhebreska, forngríska og sanskrít.

Í sumum tilfellum breytist tungumál svo mikið að það verður talið aðskilið frá málinu sem það á uppruna sinn í. Stundum er þá talað um móðurtunguna útdauða tungu, til dæmis norræna sem er upprunamál íslensku og annarra norðurgermanskra mála. Andstæðan við útdautt mál er nútímatungumál, það er tungumál með lifandi talendur, en þau eru rúmlega 7.300.

Í gegnum tíma hafa tilraunir verið gerðar til að endurvekja ýmis útdauð tungumál en þær hafa verið misfarsælar. Hebreskan er eina dæmið um mál sem var á þröskuldi útdauðans sem er nú lifandi nútímatungumál.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.