Alan Moore

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alan Moore

Alan Moore (f. 18. nóvember 1953) er enskur myndasöguhöfundur. Þekktustu verk hans eru myndsögubækurnar Watchmen (með Dave Gibson 1986), V for Vendetta (með David Lloyd 1988) og From Hell (með Eddie Campbell 1989). Hann skrifaði fyrir bresk neðanjarðartímarit á 8. áratugnum en varð fyrst þekktur fyrir myndasögur sem birtust í tímaritunum 2000 AD og Warrior. Árið 1983 var hann ráðinn af DC Comics og hóf að skrifa sögur fyrir vinsælar persónur á borð við Leðurblökumanninn og Ofurmennið. Þar komu bækurnar um Watchmen út. Árið 1988 hætti hann störfum fyrir DC Comics og fór að vinna sjálfstætt um stutt skeið. Hann skrifaði þá meðal annars erótísku myndasöguna Lost Girls (með Melinda Gebbie 1991) og From Hell. Hann hóf aftur að skrifa ofurhetjusögur fyrir Image Comics 1993 og sneri aftur til DC 1999 þar sem hann fékk sitt eigið útgáfufyrirtæki, America's Best Comics, þar sem The League of Extraordinary Gentlemen (með Kevin O'Neill) kom út næstu ár.

Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir mörgum af sögum Moore, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur alltaf verið á móti því.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.