Fara í innihald

Verufræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verufræði er undirgrein frumspekinnar sem fjallar um veru sem veru, um það að vera eða vera til sem slíkt. Hún reynir að varpa ljósi á það í hvaða skilningi eitthvað er eða getur verið eitthvað og hverjar séu helstu tegundir verunda sem til eru. Ef til vill mætti segja að verufræði rannsaki „veruleikann“.

Nokkrar grundvallarspurningar

[breyta | breyta frumkóða]

Grundvallarspurning verufræðinnar er „Hvað er til?“ eða „Af hvaða tagi er það sem er til?“ Heimspekingar hafa svarað spurningunni á ýmsa og ólíka vegu.

Nokkrar frekar spurningar eru síðan:

  • Hvað er það að vera til?
  • Af hverju er eitthvað til frekar en ekkert?
  • Er hægt að gera grein fyrir því hvað það merkir að segja að efnislegir hlutir séu til?
  • Hvað er hlutur?
  • Í hverju er samsemd hlutar fólgin?
  • Hver er munurinn á breytingum annars vegar og tilurð og eyðingu hins vegar? Hvenær má segja að eitthvað hafi orðið til eða hætt að vera til frekar en að segja að það hafi breyst?
  • Er tilvist eiginleiki hlutar?
  • Hvað eru eiginleikar hluta og hvernig tengjast þeir hlutunum sjálfum?
  • Hvaða einkenni hlutar eru eðliseinkenni hans og hver eru tilfallandi einkenni hans?
  • Eru eiginleikar til í sama skilningi og hlutirnir?
  • Eru óefnislegir hlutir til?
  • Eru sálir til?
  • Eru staðreyndir til?
  • Eru tengsl eða vensl til?

Mikilvægir verufræðingar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Dictionary of Philosophy of Mind:Ontology
  • Stanford Encyclopedia of Philosophy:Existence
  • Stanford Encyclopedia of Philosophy:Logic and Ontology
  • „Hvað er frumspeki?“. Vísindavefurinn.
  • „Hver er skilgreiningin á því "að vera"?“. Vísindavefurinn.
  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.