Fara í innihald

Valencia CF

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valencia Club de Fútbol
Fullt nafn Valencia Club de Fútbol
Gælunafn/nöfn Los murciélagos (Leðurblökurnar)
Stytt nafn VCF, VAL
Stofnað 18 Mars 1919 sem Valencia Futbol Club
Leikvöllur Mestalla
Stærð 48.600 áhorfendur
Stjórnarformaður Anil Murthy
Knattspyrnustjóri Rubén Baraja
Deild La Liga
2023-2024 9.sæti
Heimabúningur
Útibúningur
Mestalla Leikvangurinn.

Valencia Club de Fútbol, oftast kallað Valencia CF eða Valencia, er spænskt knattspyrnufélag frá València og spilar í La Liga. Það var stofnað árið 1919. Valencia hefur unnið alls sex La Liga deildartitla , átta sinnum konungsbikarinn Copa del Rey. Það hefur tvisvar sinnum unnið Borgakeppni Evrópu og einu sinni Evrópukeppni félagsliða og einu sinni Evrópukeppni bikarhafa. Einnig hefur liðið komist tvisvar í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Árið 2000, þegar það tapaði gegn erkifjendunum í Real Madrid og ári síðar þegar þeir töpuðu í vítspyrnukeppni gegn Bayern München.

Heimavöllurinn Mestalla tekur 48.600 áhorfendur í sæti. Valencia er fjórða mest studda félag Spánar á eftir Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid.

  • La Liga
    • Sigrar (6): 1941-42, 1943-44, 1946-47, 1970-71, 2001-02, 2003-04
  • Copa del Rey
    • Sigrar (9): 1940-41, 1948-49, 1953-54, 1966-67, 1978-79, 1998-99, 2007-08, 2018-19, 2021-22
  • Borgakeppni Evrópu
    • Sigrar (2): 1961-62, 1962-63
  • Evrópukeppni félagsliða
    • Sigrar (1): 2003-04
  • Evrópukeppni bikarhafa
    • Sigrar (1): 1979-80
  • Evrópski ofurbikarinn
    • Sigrar (2): 1980, 2004
  • Valencia hefur tvisvar sinnum tapað í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, árið 2000 og 2001 gegn Real Madrid (3-0) og á móti Bayern München (1-1 eftir venjulegan leiktíma., 5-4 í vítaspyrnukeppni).

Þekktir leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Þekktir þjálfarar

[breyta | breyta frumkóða]