Grástika

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Grástika
Grástika í Slóvakíu.
Grástika í Slóvakíu.
Ástand stofns
Status iucn3.1 CR-is.svg
Í mikilli útrýmingarhættu Náttúrufræðistofnun Íslands[1]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Lecanorales
Ætt: Litskófarætt (Parmeliaceae)
Ættkvísl: Parmeliopsis
Tegund:
Grástika (P. hyperopta)

Tvínefni
Parmeliopsis hyperopta

Grástika (fræðiheiti: Parmeliopsis hyperopta) er tegund fléttna af litskófarætt. Hún finnst á Íslandi og líkist mjög gulstiku í útliti en er grá á litinn en gulstika hefur gulan litblæ.[2] Grástika er flokkuð sem tegund í bráðri útrýmingarhættu á Íslandi.[1]

Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi er grástika mjög sjaldgæf og finnst aðeins í Egilsstaðaskógi og Vaglaskógi.[2]

Verndun og stofnstærð[breyta | breyta frumkóða]

Grástika er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem hún er flokkuð sem tegund í bráðri útrýmingarhættu (CR).[1] Grástika hefur ekki verið metin af samtökunum IUCN.

Efnafræði[breyta | breyta frumkóða]

Grástika inniheldur divaricatinsýru en hún inniheldur ekki úsninsýru eins og gulstika. Þalsvörun grástiku er K-, C-, KC-, P-.[2]

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  2. 2,0 2,1 2,2 Hörður Kristinsson. Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.