Skjáborðsumhverfi
Jump to navigation
Jump to search
![]() | Lagt hefur verið til að færa þessa grein á nafnið "Gluggaumhverfi" Vinsamlegast farðu á spjallsíðuna og tjáðu skoðun þína ef þú ert mótfallin\n. |
---|
Skjáborðsumhverfi er ákveðin tegund af myndrænu viðmóti sem byggir á skrifborðslíkingunni og er algengt á flestum tegundum einkatölva í dag.
Dæmigert skjáborðsumhverfi inniheldur táknmyndir, glugga, hnappastikur, möppur, skjáborð og skjáborðsviðföng. Í skjáborðsumhverfi er hægt að færa hluti til með músinni, draga þá í ruslafötu, setja algengustu aðgerðir á skjáborðið eða stikur, klippa og líma skjöl og hluti, draga skjöl milli forrita, o.s.frv.
Lykilhugbúnaður í skjáborðsumhverfi eru gluggakerfið, gluggastjórinn og viðfangasafnið, auk notendaforrita sem nýta sér þjónustu umhverfisins.