Fara í innihald

Skógarþöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tsuga canadensis)
Skógarþöll
Stór skógarþöll í Morton Arboretum
Stór skógarþöll í Morton Arboretum
Ástand stofns

Virðist öruggt [1]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þöll (Tsuga)
Tegund:
T. canadensis

Tvínefni
Tsuga canadensis
(L.) Carrière
Náttúrulegt útbreiðslusvæði
Náttúrulegt útbreiðslusvæði
Nærmynd af útbreiðslusvæðinu
Nærmynd af útbreiðslusvæðinu

Skógarþöll (fræðiheiti: Tsuga canadensis)[2][3] er barrtré ættað frá austurhluta Norður-Ameríku. Það er fylkistré Pennsylvaníu.[4]

Teikning af barri og könglum úr Illustrated flora of the northern states and Canada eftir Britton & Brown 1913

Skógarþöll vex vel í skugga og er langlíf, og er elsta skráða eintakið í Tionesta, Pennsylvaníu, talið að minnsta kosti 554 ára gamalt.[5] Tréð verður almennt um 31 m. hátt[4], en einstaka tré hafa mælst að 53 metra há.[6] Þvermál stofns er oft 1,5 m, en þar einnig hafa mælst einstök tré með að 1,75 metra þvermál .[7] Bolurinn er yfirleitt beinn, og sjaldan skiftur (einstofna).[8] Krónan er breiðkeilulaga og börkurinn er hreistraður og með djúpum sprungum, sérstaklega með aldri.[4] Sprotarnir eru gulbrúnir að lit með dekkri rauðbrúnum "pulvini", og eru þétthærð. Brumin eru egglaga og mjög lítil, aðeins 1,5 til 2,5 mm að lengd. Þeu eru yfirleitt kvoðulaus, en geta verið með lítið eitt af kvoðu[4][8]

Barrið er yfirleitt 15 til 20 mm að lengd, en getur verið svo lítið sem 5 mm eða svo langt sem 25 mm. Það er flatt og yfirleitt í tvemur röðum. Neðan á barrinu eru tvær breiðar og blágráar loftaugarákir, en að ofan er barrið skærgrænt til gulgrænt að lit. Jaðarinn getur verið lítið eitt tenntur, sérstaklega næst endanum. Könglarnir eru egglaga; yfirleitt 1,5 til 2,5 sm langir og 1 til 1,5 sm breiðir. Köngulskeljarnar eru egglaga eða fleyglaga og eru 8 til 12 mm að lengd og 7 til 10 mm að breidd. Litningafjöldinn er 2n = 24.[4][8]

Viðurinn er mjúkur og grófur, og ljósbrúnn að lit. Timbrið er notað í byggingariðnað og kassa. Vegna óvanalega mikillar getu til að halda fleygum er hann einnig notaður í burðarbita undir járnbrautarteina. Ómeðhöndlaður er viðurinn ekki endingargóður úti. Sem eldsneyti er hann ekki verðmætur. Viðurinn er einnig notaður í pappírsmassa.[9]

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]
Lundur af skógarþöll og Pinus strobus í Tiadaghton State Forest, Pennsylvaníu, takið eftir sprungnum berki skógarþallarinnar

T. canadensis er frá sjávarmáli í norðurhluta útbreiðslusvæðisins,[8] en er yfirleitt á milli 600–1800 metra yfir sjávarmáli. Útbreiðslan er frá norðvesturhluta Minnesota austur yfir suður Quebec og til Nova Scotia, og suður í Appalasíufjöll til norður Georgíu og Alabama.[4][10] Aðskildir útbreiðslublettir eru í suðaustur Piedmont, vestur Ohio og í Illinois sem og austur-Minnesota.[8][11] Í Kanada er hún í Ontario og öllum fylkjum í austri nema Nýfundnalandi og Labrador. Í Bandaríkjunum finnst hún í öllum ríkjunum austur af og að þeim meðtöldum: Minnesota, Wisconsin, Indiana, Kentucky, Tennessee, og Alabama, nema Flórída.[4] Útbreiðslusvæðið nær líka yfir útbreiðslusvæði hinnar náskyldu Tsuga caroliniana.[12]

Hún finnst aðallega á klettaásum, í giljum, og fjallshliðum með háu rakastigi.[4]

Útbreiðsla skógarþallar er takmarkast almennt við svæði sem eru svöl og rök. Úrkoma á svæðum sem hún vex er venjulega 740 mm til yfir 1270 á ári. Þurrari svæðin eru frekar norðar, með mikilli snjókomu; þau með meiri úrkomunni eru frekar sunnar með meiri sumarrigningum. Nálægt Atlantshafsströndini og í suður-Appalsíufjöllum þar sem trén verða stærst er úrkoman oft yfir 1520 mm. Í norðurhluta útbreiðslusvæðisins er meðalhiti janúar -12°C, og meðalhiti júlí 16°C. Á þessum svæðum getur frostlaus vaxtartími verið minna en 80 dagar. Á hinn bóginn er í suðurhluta svæðisins allt að 200 frostlausir dagar og meðalhiti í janúar að 6 gráðum.[12]

Greinar skógarþallar að fella gamalt barr að hausti

Þallarbarrlús

[breyta | breyta frumkóða]
Grein sýkt af þallarbarrlús Adelges tsugae

Tegundinni er nú ógnað af þallarbarrlús (Adelges tsugae), sníkjudýr sem var óvart flutt inn til Bandaríkjanna frá austur-Asíu 1924, og fannst fyrst í útbreiðslusvæði skógarþallar 1951.[13]

Rannsókn gerð 2009 af "U.S. Forest Service Southern Research Station" bendir til að þallarbarrlúsin drepi trén hraðar en búist var við í suður Appalachiafjöllum. Samkvæmt Science Daily, gæti plágan drepið flestar þallirnar á svæðinu innan næsta áratugar.[14]

Nærmynd af berki

Í annarri rannsókn 2009 var slepptu skordýrafræðingar hjá "U.S. Forest Service", Cornell University, og University of Massachusetts-Amherst, 900 bjöllum af tegundinni Laricobius nigrinus í skóg sýktan af barrlús nálægt Lansing, New York. L. nigrinus, sem er upprunnin frá norðurhluta Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna er náttúrulegur óvinur þallarbarrlúsar.[15]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Tsuga canadensis“. NatureServe Explorer. NatureServe. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2007. Sótt 5. júlí 2007.
  2. USDA, NRCS (n.d.). Tsuga canadensis. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 12. desember 2015.
  3. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 4,5 4,6 4,7 Taylor, Ronald J. Tsuga canadensis. Í Flora of North America Editorial Committee (ritstjóri). Flora of North America North of Mexico (FNA). New York and Oxford: Oxford University Press – gegnum eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  5. Gove, J.H.; Fairweather, S.E. (1988), „Tree-ring analysis of a 500-year old hemlock in central Pennsylvania“, U.S. Forest Service General Technical Report NC-120, 1. árgangur, bls. 483–489
  6. Blozan, Will (16. febrúar 2007), The Usis Hemlock Climb, afrit af upprunalegu geymt þann 17. ágúst 2011, sótt 8. júní 2007
  7. Blozan, Will (18. desember 2006), The Laurel Branch Leviathan Climb, afrit af upprunalegu geymt þann 4. maí 2007, sótt 8. júní 2007
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books ISBN 3-87429-298-3.
  9. Collingwood, C.H. and Warren D. Brush (Revised and Edited by Devereux Butcher). 1974. Knowing Your Trees. American Forestry Association. Washington, District of Columbia. 374 pp. ("EASTERN HEMLOCK", pp. 88-89.)
  10. South, David B. (2016). „Eastern hemlock found in Macon County, Alabama“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júní 2017.
  11. Thompson, Robert S.; Anderson, Katherine H.; Bartlein, Patrick J. (1999), „Tsuga canadensis“, Atlas of Relations Between Climatic Parameters and Distributions of Important Trees and Shrubs in North America (PDF), U.S. Geological Survey, sótt 5. júlí 2007
  12. 12,0 12,1 Godman, R. M.; Lancaster, Kenneth (1990). Tsuga canadensis. Í Burns, Russell M.; Honkala, Barbara H. (ritstjórar). Conifers. Silvics of North America. Washington, D.C.: United States Forest Service (USFS), United States Department of Agriculture (USDA). 1. árgangur. Sótt 5. júlí 2007 – gegnum Southern Research Station.
  13. McClure, M. S. (1987), „Biology and control of hemlock woolly adelgid“ (PDF), Bulletin of the Connecticut Agricultural Experiment Station, 851: 1–9, afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann apríl 25, 2012, sótt 24. október 2011
  14. Hemlock Trees Dying Rapidly, Affecting Forest Carbon Cycle
  15. Predator Beetle to Battle Hemlock Pest

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.