Fara í innihald

Fagurþöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tsuga caroliniana)
Fagurþöll
Fagurþöll í trjágarði í Rogów í Póllandi
Fagurþöll í trjágarði í Rogów í Póllandi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þöll (Tsuga)
Tegund:
T. caroliniana

Tvínefni
Tsuga caroliniana
Engelm.

Samheiti

Pinus caroliniana (Engelm.) Voss
Abies caroliniana (Engelm.) Chapm.

Fagurþöll (fræðiheiti: Tsuga caroliniana[2][3][4][5]) er tegund í þallarættkvísl (Tsuga) ættuð frá Appalasíufjöllum í suðvestur Virginíu, vestur Norður-Karólínu, norðaustast í Georgíu, norðvestur Suður-Karólínu og austur Tennessee í Bandaríkjunum.[6] Búsvæði þess eru klettóttar fjallahlíðar í 700 til 1200 metra hæð. Heppileg vaxtarskilyrði eru í hálfskugga með rökum en gljúpum jarðvegi í svölu loftslagi.[7]

Þetta er sígrænt barrtré sem verður að 30 metra hátt (einstaka sinnum 34m) og 110 sm í þvermál út í skógi. Krónan er þétt og pýramídalaga, að 8 m breið. Börkurinn er þykkur og rauðbrúnn, og verður ´sprunginn með hreistruðum hryggjum. Greinarnar eru kröftugar og yfirleitt láréttar, en geta verið lítið eitt drjúpandi. Sprotarnir eru rauðbrúnir til rauðgulbrúnir, og fínhærðir. Barrið er 5 - 20 mm langt og 1,8 til 2 mm breitt, útflatt bogadregin ofan eða næstum þverstýfð, sjaldan lítillega framjaðrað. Þær standa út í allar áttir út frá greinunum, og ilma af tangerínum ef kramdar. Þau eru gljáandi dökkgræn að ofan og á neðra borði ljósari og með tvær hvítar loftaugarákir. Könglarnir eru 2 til 4 sm langir, grænir óþroskaðir og með þroska verða brúnir til ljósbrúnir 6 til 7 mánuðum eftir frjóvgun. Þegar þeir eru fullopnir eru hreisturblöðkurnar hornrétt eða aftursveigðar frá miðju.[7][8][9]

Ullarlúsin Adelges tsugae, var flutt til austur Bandaríkjanna frá Asíu 1924, ógnar fagurþöll, en hún er næm fyrir henni eins og skógarþöll.[8]

Fagurþöll er meir notuð sem skrauttré en til timburframleiðslu, ekki síst vegna þess hversu sjaldgæf hún er.[9] Í görðum eru þær svipaðar, en fagurþöll er með stólparót, öfugt við yfirborðskenndar og ágengar rætur kanadaþallar. Það þýðir að runnar og aðrar plöntur þrífast betur undir fagurþöll.[10]

Barr, Rogów Arboretum, Pólland

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Tsuga caroliniana. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T34200A2850654. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T34200A2850654.en. Sótt 14. desember 2017.
  2. Bean, W.J., 1980Trees and shrubs hardy in the British Isles, ed. 8, Vols. 1-4 John Murray, London
  3. Farjon, A., 1990Pinaceae. [Regnum Vegetabile Vol. 121] Koeltz Scientific Books, Königstein
  4. Engelm., 1881 In: Bot. Gaz. 6: 223.
  5. USDA, NRCS (n.d.). Tsuga caroliniana. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 12. desember 2015.
  6. Geographic Distribution Map: Tsuga caroliniana (Carolina Hemlock)
  7. 7,0 7,1 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books. ISBN 3-87429-298-3.
  8. 8,0 8,1 Gymnosperm Database: Tsuga caroliniana Geymt 27 september 2006 í Wayback Machine
  9. 9,0 9,1 Flora of North America: Tsuga Caroliniana
  10. Richard E. Bir (1992). Growing and Propagating Showy Native Woody Plants. University of North Carolina Press. bls. 62. ISBN 0-8078-4366-0.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.