Hrun Sovétríkjanna
Útlit
Sovétríkin liðu undir lok á jóladag 1991. Aðdragandinn að hruni Sovétríkjanna var langur en búið var að ganga á ýmsu árin á undan. Eftir að Míkhaíl Gorbatsjov tók við sem leiðtogi Sovétríkjanna 1985 kom hann með stefnur sem nefndust perestrojka og glasnost sem gengu út á að gerðar yrðu umbætur á Sovéska kerfinu en þessar breytingar komu til með að eiga stóran þátt í hruni Sovétríkjanna. Þá hafði fall Berlínarmúrsins einnig áhrif á ástandið en sá atburður markaði upphafið að endalokum yfirráða kommúnismans yfir Austur-Evrópu[1]. Þann 25. desember 1991 sagði Gorbatsjov endanlega af sér sem forseti Sovétríkjanna og Sovétríkin liðu undir lok, sama dag tók Borís Jeltsín við völdum sem forseti Rússlands.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?“. Vísindavefurinn. Sótt 18. september 2024.