Fara í innihald

Síminn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Síminn hf.
Merki Símans
Rekstrarform Hlutafélag
Slagorð Þú getur meira með Símanum
Stofnað Upprunalega 1906 (sameinað úr Landssíma Íslands, Íslenska sjónvarpsfélaginu og Skipti árið 2005)
Staðsetning Ármúli 25
108 Reykjavík
Lykilpersónur Jón Sigurðsson,
stjórnarformaður
María Björk Einarsdóttir,
forstjóri
Starfsemi Fjarskipti
Vefsíða siminn.is
Landssímahúsið við Austurvöll.

Síminn er íslenskt símafyrirtæki í einkaeigu. Fyrirtækið var áður í ríkiseigu og hét þá Landssími Íslands, stofnað árið 1906. Landsíminn var í fyrstu í gamla barnaskólanum í Reykjavík á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Fyrsti yfirmaður Landssímans var Norðmaðurinn Olav Forberg en hann hafði stjórnað lagningu símalína um landið. Fyrstu menntuðu íslensku símamennirnir voru símritarar sem höfðu verið í námi hjá Mikla norræna ritsímafélaginu í Kaupmannahöfn.

Landssími Íslands var stofnaður sama ár og sæsímastrengur fyrir ritsíma var lagður frá Skotlandi um Færeyjar til Íslands og kom hann á land á Seyðisfirði. Skeyta- og talsími var lagður frá Seyðisfirði um Akureyri og til Reykjavíkur.

Árið 1935 var síma- og póstþjónustan sameinuð í eitt fyrirtæki.[heimild vantar] Í júní 1996 var samþykkt að breyta Póst- og símamálastofnun ríkisins í hlutafélagið Póstur & sími hf. sem hóf störf í ársbyrjun 1997.[1] Árið 1998 var Landssími Íslands hf stofnaður.[heimild vantar]

Einkavæðing

[breyta | breyta frumkóða]

Haustið 2005 seldi Ríkisstjórn Íslands 98,8% eignarhlut sinn í Landssíma Íslands til Skipta ehf fyrir 66,7 milljarða króna.[2] Salan var mikið gagnrýnd, m.a. vegna þess að engin skilyrði fylgdu sem tryggðu samkeppni á grunnneti Landssímans.[3] Áhyggjurnar raungerðust og árið 2013 gerði Síminn sátt við Samkeppniseftirlitið eftir að hafa misnotað á markaðsráðandi stöðu sína á fjarskiptamarkað og greiddi Skiptir hf. 300 milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna þess.[4] Í kjölfarið var Síminn dæmdur í héraðsdómstól til að borga þremur netþjónustufyrirtækjum 111 milljónir króna í skaðabætur, auk kostnaðar, vegna brotanna.[5]

15. október 2015 var Síminn formlega skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Síminn ekki á hendi eins aðila“. Fréttablaðið. 8. apríl 2005. bls. 12–13. Sótt 4. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  2. „Síminn seldur á 66,7 milljarða“. Frjáls verslun. 1. júlí 2005. bls. 32. Sótt 4. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  3. Kristinn H. Gunnarsson (1. mars 2005). „Grunnnetið verði sérfyrirtæki - Vísir“. Vísir.is. Sótt 4. nóvember 2024.
  4. „Eig­andi Símans greiðir 300 milljóna króna stjórn­valds­sekt“. Dagblaðið Vísir. 26. mars 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. mars 2013. Sótt 4. nóvember 2024.
  5. „Símanum gert að greiða bætur“. Samkeppniseftirlitið. 30. október 2020. Sótt 4. nóvember 2024.
  6. „Síminn skráður á markað“. Viðskiptablaðið. 15. október 2015. Sótt 4. nóvember 2024.

Síminn í fjölmiðlum