Síminn
Síminn hf. | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Slagorð | Þú getur meira með Símanum |
Stofnað | Upprunalega 1906 (sameinað úr Landssíma Íslands, Íslenska sjónvarpsfélaginu og Skipti árið 2005) |
Staðsetning | Ármúli 25 108 Reykjavík |
Lykilpersónur | Jón Sigurðsson, stjórnarformaður María Björk Einarsdóttir, forstjóri |
Starfsemi | Fjarskipti |
Vefsíða | siminn.is |
Síminn er íslenskt símafyrirtæki í einkaeigu. Fyrirtækið var áður í ríkiseigu og hét þá Landssími Íslands, stofnað árið 1906. Landsíminn var í fyrstu í gamla barnaskólanum í Reykjavík á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Fyrsti yfirmaður Landssímans var Norðmaðurinn Olav Forberg en hann hafði stjórnað lagningu símalína um landið. Fyrstu menntuðu íslensku símamennirnir voru símritarar sem höfðu verið í námi hjá Mikla norræna ritsímafélaginu í Kaupmannahöfn.
Landssími Íslands var stofnaður sama ár og sæsímastrengur fyrir ritsíma var lagður frá Skotlandi um Færeyjar til Íslands og kom hann á land á Seyðisfirði. Skeyta- og talsími var lagður frá Seyðisfirði um Akureyri og til Reykjavíkur.
Árið 1935 var síma- og póstþjónustan sameinuð í eitt fyrirtæki.[heimild vantar] Í júní 1996 var samþykkt að breyta Póst- og símamálastofnun ríkisins í hlutafélagið Póstur & sími hf. sem hóf störf í ársbyrjun 1997.[1] Árið 1998 var Landssími Íslands hf stofnaður.[heimild vantar]
Einkavæðing
[breyta | breyta frumkóða]Haustið 2005 seldi Ríkisstjórn Íslands 98,8% eignarhlut sinn í Landssíma Íslands til Skipta ehf fyrir 66,7 milljarða króna.[2] Salan var mikið gagnrýnd, m.a. vegna þess að engin skilyrði fylgdu sem tryggðu samkeppni á grunnneti Landssímans.[3] Áhyggjurnar raungerðust og árið 2013 gerði Síminn sátt við Samkeppniseftirlitið eftir að hafa misnotað á markaðsráðandi stöðu sína á fjarskiptamarkað og greiddi Skiptir hf. 300 milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna þess.[4] Í kjölfarið var Síminn dæmdur í héraðsdómstól til að borga þremur netþjónustufyrirtækjum 111 milljónir króna í skaðabætur, auk kostnaðar, vegna brotanna.[5]
15. október 2015 var Síminn formlega skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Síminn ekki á hendi eins aðila“. Fréttablaðið. 8. apríl 2005. bls. 12–13. Sótt 4. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Síminn seldur á 66,7 milljarða“. Frjáls verslun. 1. júlí 2005. bls. 32. Sótt 4. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Kristinn H. Gunnarsson (1. mars 2005). „Grunnnetið verði sérfyrirtæki - Vísir“. Vísir.is. Sótt 4. nóvember 2024.
- ↑ „Eigandi Símans greiðir 300 milljóna króna stjórnvaldssekt“. Dagblaðið Vísir. 26. mars 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. mars 2013. Sótt 4. nóvember 2024.
- ↑ „Símanum gert að greiða bætur“. Samkeppniseftirlitið. 30. október 2020. Sótt 4. nóvember 2024.
- ↑ „Síminn skráður á markað“. Viðskiptablaðið. 15. október 2015. Sótt 4. nóvember 2024.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Skipti:Saga Geymt 25 september 2008 í Wayback Machine
- Saga Símans
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Síminn í fjölmiðlum