Fara í innihald

Sími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Símalína)
Til að sjá líffræðigreinina um síma, sjá sími (líffræði)
Símtæki úr bakelíti frá 1947.

Sími á við raftæki, sem tveir eða fleiri nota samtímis til að tala saman. Orðið sími getur einnig átt við þjónustuaðilann sem veitir símþjónustu. Símtal í talsíma fer um símstöð, þegar sá sem hringt var í svarar símhringingu hins. Innanhússsími er tæki notað til að tala við annan mann í sömu byggingu, en dyrasími er tæki í fjöleignahúsi, sem notað er til að tala við þann sem hringir dyrabjöllu.

Nútímasímar eru stafrænir. Eldri símar voru hliðrænir.

Málþráður er gamalt orð yfir síma. Þegar hugmyndir um símalagningu til landsins voru fyrst orðaðar, var orðið málþráður meðal þeirra orða sem notaðar voru.[1] Ekki má rugla því saman við orðið fréttaþráður sem var áður fyrr haft um ritsíma.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hljóðberi, málþráður eða sími?“. Sótt 28. september 2010.