Beint í bílinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Beint í bílinn er íslenskur hlaðvarpsþáttur með Sverri Þór Sverrissyni og Pétri Jóhann Sigfússyni. Fyrsti þátturinn kom út 17. apríl 2020 og hafa komið út 104 þættir.

Þættirnir byggjast upp á símaötum, símaspjöllum, lúgugríni, földum mæk, Grill grill grill grill grill grill grill grill grill grill, Brandarahorninu, ljóðahorninu og spjalli. Þættirnir eru styrktir af Aktu taktu og Samsung en áður voru það Frumherji, Doritos og Zo-on sem styrktu þættina með Aktu taktu.

Kjörorð þáttarins eru Upp, upp og áfram og Aldrei líta í baksýnisspegilinn.

Í dagskráliðinum grillinu var Hjólbörukarlinn frægastur en þeir gerðu at í honum oft.

Nokkrir gestir hafa verið í þáttunum í gegnum tíðina, Jón Jónson var með innlit, Saga Garðarsdóttir var fyrsti alvöru gestur þáttarins. Emmsjé Gauti var síðan leynigestur.

Í lok ársins 2021 gerðu strákarnir Pylsukönnun yjá Aktu taktu, en þar fengu þeir sér pylsu á öllum fjórum Aktu taktu stöðum landsins.

Strákarnir keyrðu líka um Reykjanesið í þætti en þar keyrðu þeir um Voga, Njarðvík, Keflavík, Garð, Sandgerði og Grindavík.

Í 100sta þættinum leigðu strákarnir bíl frá Hertz og mættu sem gamla 70 mínútna þríeikið í þáttinn Auðunn Blöndal,Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon Safi í Sigfússon, Rautt, Stjórnun og margt fleira.

Beint í húsbílinn[breyta | breyta frumkóða]

Í nóvember 2020 voru gerðir aukaþættir af Podify sem hétu Beint í húsbílinn þar sem Sverrir og Pétur fóru í húsbíl og fengu gesti. Sex þættir komu út af því.

Þáttur 1 er tekinn upp á Akranesi og keyra þeir um og skoða skagann,strákarnir ákveða svo að banka upp á hjá fólki og sjá hvort þeir geti fengið kvöldmat. Það vill svo skemmtilega til að Pétur bankar upp á hjá konu sem passaði Sveppa þegsr hann var lítill og gaf honum pulsu þegar bróðir hans dó. Þátturinn endar á að Strákarnir yfirgefa Akranes og keyra í Borganes

Þáttur 2 framhald af þætti 1 Strákarnir komnir í Borganes og byrja að vesenast að tengja bílinn við rafmagn og koma gasinu í gang fyrir hita í bílinn, þátturinn er svo bara létt spjall um allt og ekkert

Þáttur 3 Tjaldsvæðið í Laugardal Leiðindaveður á öllu landinu þannig að strákarnir fá leyfi til að planta sér á tjaldsvæðið í Laugardal, spjall um heima og geyma, strákarnir panta pizzu frá Domino’s og endar þátturinn á bið eftir henni

Þáttur 4 framhald af þætti 3 Pizzusendilinn kemur og Sveppi er gífurlega ánægður með það, strákarnir borða pizzuna drekka rauðvín og hringja í Steinda jr.

Þáttur 5 Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ Strákarnir mættir á Tjaldsvæðið í Mosó, eru fyrst í vandræðum með að tengjast við rafmagn þar sem að staurinn er rafmagnslaus, þeir taka pásu og finna annan staur. Sverrir sér einhver mau mestu og flottustu Norðurljós sem hann hefur séð. Strákarnir hringja í Steinda Jr. og fara heim til hans og sækja hann. Strákarnir ásamt Steinda ákveða að fara fyrir utan Domino’s og elta annað hvort sendil eða einhvern að kaupa pizzu. Þeir enda á að elta aðila sem kaupir pizzu heim til hans og ætla að hringja í nágranna þess aðila og segjast hafa keyft of mikið af pizzu og hvort hann vilji ekki skottast yfir og grípa eina. Þeim tekst þó að hringja í aðila í vitlausri götu og fá hann til að fara yfir til nágrannans sem var ekki með neina pizzu.

Þáttur 6 Framhald af þætti 5 Komnir aftur á tjaldsvæðið með Steinda Jr. Spjall umm heima og geyma, símaöt m.a geturðu geymt 6 milljónir fyrir mig bara fram á mánudag. Ódauðlegt efni

Strákarnir breyttu svo þeim þáttum í ' ' Beint í bílskúrinn ' ' þar sem að erfitt var að fá húsbíl leigðan utan hefðbundins leigutíma og þurftu þeir að fara til Keflavíkur til að sækja hann

Þættirnir eru teknir upp í bílskúr sem Pétur hafði leigt á yngri árum og reyndist vera “Hórubílskúrinn” þar sem ákveðin starfsemi hafði verið starfrækt þar nokkrum árum áður en hann leigði

Þættirnir eru bara spjall um allt og ekkert Pétur opnar sig um SMSið “Ertu tilbúinn” Sóli Hólm er gestur í þætti 3 og 4

Podify fór svo á hausinn og duttu þættirnir þá út en eru til á hörðum disk sem strákarnir munu vonandi sækja og koma þáttunum aftur inn þar sem þetta er of gott efni til að deyja út