Stríð Sovétríkjanna og Póllands
Stríð Sovétríkjanna og Póllands (febrúar 1919 – mars 1921) var stríð milli Rússlands og Sovéska sósíalíska lýðveldisins Úkraínu annars vegar og Póllands og Alþýðulýðveldisins Úkraínu hins vegar. Stríðið var afleiðing árekstra í útþenslustefnu ríkjanna. Pólland reyndi að tryggja sér landsvæði sem það hafði tapað seint á 18. öld. Sovétríkin stefnu á að halda yfirráðum yfir þessu sama landsvæði sem hafði tilheyrt Rússneska keisaradæminu fram að fyrri heimsstyrjöldinni. Bæði ríkin lýstu yfir sigri í stríðinu.
Landamæri Rússlands og Póllands höfðu ekki verið skilgreind í Versalasamningunum og ýmsir atburðir undir lok styrjaldarinnar og í kjölfar hennar ógnuðu stöðugleika í Austur-Evrópu: Rússneska byltingin 1917 og hrun Rússneska, Þýska og Austurríska keisaraveldisins; Borgarastríðið í Rússlandi; brotthvarf miðveldanna frá austurvígstöðvunum; og tilraunir Úkraínu og Hvíta-Rússlands til að öðlast sjálfstæði. Józef Piłsudski, leiðtogi Pólverja, taldi að rétti tíminn væri til þess að færa út landamæri Póllands í austurátt svo langt sem hægt væri og þanning mætti varna gegn uppgangi þýskrar og rússneskrar heimsveldisstefnu. Lenín leit aftur á móti á Pólland sem brúna sem Rauði herinn yrði að fara yfir til að geta komið kommúnistum í Þýskalandi til hjálpar og öðrum byltingaröflum í Vestur-Evrópu.
Undir árslok 1919 hafði pólskum hersveitum tekist að ná yfirráðum yfir stórum hluta að Vestur-Úkraínu. Bolsévikar höfðu á sama tíma náð yfirhöndinni í borgarastríðinu í Rússlandi. Vorið 1920 náu sovéskar hersveitir að brjóta á bak aftur pólska herinn og hrekja hann alla leið aftur til höfuðborgarinnar Varsjár. Í Vestur-Evrópu vaknaði ótti við sovéskar hersveitir sem nálguðust óðum landamæri Þýskalands. Um mitt sumarið var útlið fyrir að Varsjá myndi falla en um miðjan ágúst höfðu pólskar hersveitir betur í Orrustunni um Varsjá og sneru vörn í sókn. Þá hófu Sovétmenn friðarumleitanir og stríðinu lauk með vopnahléi sem tók gildi í október 1920. Friðarsamningarnir, Riga-sáttmálinn, var undirritaður 18. mars 1921 en þar var kveðið á um skiptingu landsvæðisins sem deilt var um.