Rússneska borgarastyrjöldin
Útlit
(Endurbeint frá Borgarastríðið í Rússlandi)
Rússneska borgarastyrjöldin var borgarastyrjöld í Rússlandi 1918 til 1922 þar sem átök stóðu milli rauðliða, undir stjórn Vladimírs Lenín, sem höfðu komist til valda eftir Októberbyltinguna 1917 og hvítliða undir stjórn ýmissa stríðsherra sem áttu það sameiginlegt að vera andsnúnir stjórn kommúnista. Hvítliðar fengu stuðning frá ýmsum erlendum ríkjum. Borgarastyrjöldinni lyktaði með sigri rauðliða sem stofnuðu í kjölfarið Sovétríkin.