Sikileyska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sikileyska
sicilianu
Málsvæði Sikiley
Kalabría
Kampanía
Apúlía
Heimshluti Suður-Evrópa
Fjöldi málhafa 4,7 milljónir
Ætt indóevrópsk tungumál

 ítalísk tungumál
  rómönsk tungumál
   Sikileyska

Tungumálakóðar
ISO 639-2 scn
ISO 639-3 scn
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Sikileyska (sicilianu) er rómanskt mál talað á Sikiley og eyjunum þar í kring á Ítalíu. Það er líka talað í suður- og miðhlutum Kalabríu, í suðurhlutum Apúlía, Salentó og Kampanía. UNESCO og Evrópusambandið viðurkenna sikileysku sem minnihlutamál. Sumir halda því fram að sikileyska sé elst rómanskra mála, en flestir málfræðingar eru ekki þeirrar skoðunar. Eins og öll önnur rómönsk mál á sikileyska rætur sínar að rekja til latínu.

Meirihluti Sikileyinga talar sikileysku, auk þeirra sem hafa flutt frá Sikiley til annarra landa. Fjölda mælenda er að finna í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Argentínu. Málið er hvergi opinbert, jafnvel á Sikiley, og engin málnefnd er til sem kveður á um notkun þess. Hvatt hefur verið til kennslu á sikileysku í öllum skólum á eyjunni en þessar tilraunir hafa ekki náð árangri.

Mörg önnur tungumál hafa haft áhrif á sikileysku í gegnum tímann vegna stærðar eyjunnar miðað við aðrar eyjur í Miðjarðarhafinu og staðsetningar hennar. Elstu áhrifin má rekja til tíma Indóevrópumanna og merki um þau má ennþá finna í málinu í dag. Gríska, arabíska, normannafranska, katalónska og spænska hafa allar haft áhrif á sikileysku.

Sikileyska hefur nokkur sérstök einkenni sem greina hana frá öðrum rómönskm málum, t.d. er fjöldi samhljóða í málinu sem er ekki að finna annars staðar í ætt rómanskra mála. Mörg orð sem byrjuðu á -i í latínu hafa misst það í framstöðu, en það gerðist ekki í ítölsku, t.d. mpurtanti (í. importante „mikilvægur“) og ntirissanti (í. interessante „áhugaverður“). Ólíkt ítölsku er bara ein sögn yfir „að hafa“: aviri. Það er líka margir hættir og tíðir sagna sem eru notaðir öðruvísi en í ítölsku.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.