Indóevrópumenn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Líkleg útbreiðsla indóevrópumanna 4000 – 1000 f.Kr. Bleika svæðið sýnir upphafleg heimkynni, dökkrauða svæðið útbreiðslu indóevrópumanna um 2500 f.Kr. og ljósrauða svæðið útbreiðslu þeirra um 1000 f.Kr.

Indóevrópumenn eða frum-indóevrópumenn voru menn sem töluðu tungumálið frumindóevrópsku, sem indóevrópsk og indóírönsk tungumál eru komin af. Frumindóevrópska er einungis þekkt í endurgerð byggðri á sögulegum málvísindum en er ekki til í rituðum hemildum. Talið er uppruna indóevrópumanna megi rekja til svæðisins norðvestan við Kaspíahaf um 4000 f.Kr.

Indóevrópumenn voru fjölgyðistrúar en dýrkuðu einkum guðinn *Dyeus ph2tēr (gr. Ζευς (πατηρ) / Zeus (patēr) (þ.e. Seifur faðir); lat. Iupiter < *dieu-ph2tēr; ísl. Týr < *Tiwas). Þeir notuðu hjól og plóg og héldu húsdýr, meðal annars hunda, hesta, nautgripi og sauðfé.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Anthony, David W. (2007). The Horse, the Wheel, and Language: How Bronze-Age Riders from the Eurasian Steppes Shaped the Modern World. Princeton: Princeton University Press.
  • Cavalli-Sforza, Luigi Luca (2000). Genes, Peoples, and Languages. New York: North Point Press.
  • Mallory, J.P. (1989). In Search of the Indo-Europeans: Language, Archaeology, and Myth. London: Thames & Hudson.
  • Renfrew, Colin (1987). Archaeology & Language. The Puzzle of the Indo-European Origins. London: Jonathan Cape.
  • Watkins, Calvert. (1995) How to Kill a Dragon: Aspects of Indo-European Poetics. Oxford: Oxford University Press.
  • Wells, Spencer (2002). The Journey of Man: A Genetic Odyssey. Princeton: Princeton University Press.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.