Hallveigarstaðir
Kvennaheimilið Hallveigarstaðir er bygging að Túngötu 14 í Reykjavík. Það var byggt af kvennasamtökum og ætlað að vera miðstöð þeirra. Kvennaheimilið var vígt árið 1967 og var nefnt Hallveigarstaðir í minningu Hallveigar Fróðadóttur, fyrstu húsfreyjunnar í Reykjavík, eiginkonu Ingólfs Arnarsonar.
Ýmis félagasamtök sem berjast fyrir jafnrétti og kvenréttindum hafa haft aðsetur í húsinu t.d Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennaráðgjöfin, Druslubækur og doðrantar, Samtök kvenna af erlendum uppruna og Mannréttindaskrifstofa Íslands.
Húsið var lengi þungur fjárhagslegur baggi á íslenskum kvennasamtökum og hluti þess er í útleigu m.a. til sendiráðs Kanada, Færeysku ræðismannsskrifstofunnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Samkomusalur er í kjallara hússins og þar hafa farið fram margar kvennasamkomur.
Starfsemi alþjóðlegra stofnana í húsinu[breyta | breyta frumkóða]
- Færeyska ræðismannsskrifstofan
- Sendiráð Kanada