Bókabúð Máls og menningar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg í Reykjavík hefur lengi verið með stærstu bókabúðum landsins. Búðin var stofnuð 1940. Nokkur útibú voru stofnuð síðar, hið stærsta þeirra við Síðumúla.

Bókabúðin var lengst af í eigu bókaforlagsins Máls og menningar en árið 2003, ekki löngu eftir sameiningu bókaútgáfunnar við Vöku-Helgafell í Eddu - miðlun og útgáfu voru verslanirnar seldar til Pennans/Eymundssonar árið 2003 vegna fjárhagsörðugleika félagsins og sameinaðar verslunum Pennans. Verslunin á Laugaveginum hélt þó nafninu Bókabúð Máls og menningar áfram þar til hún flutti á Skólavörðustíg sumarið 2009. Skömmu síðar var opnuð ný bókaverslun í húsnæðinu á Laugavegi 18 undir nafninu Bókabúð Máls og menningar. Hún er þó ótengd bókaforlaginu.