Fara í innihald

Albína Thordarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Albína Hulda Sigvaldadóttir Thordarson (f. 8. október 1939) er íslenskur arkítekt og var ein af fyrstu konum á Íslandi til að reka eigin arkítektastofu.[1]

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Albínu voru Pálína Þórunn Jónsdóttir (f. 8. maí 1913, d. 19. janúar 1995[2]) og Sigvaldi Thordarson arkítekt (f. 27. desember 1911, d. 16. apríl 1964). Systkini Albínu eru: Guðfinna Thordarson arkítekt, Jón Örn Thordarson og Hallveig Thordarson.[5] Hún kom heim frá Kaupmannahöfn með strandferðaskipinu Esju í Petsamoförinni. Albína varð eins árs um borð í skipinu. Hún lærði við Menntaskólann í Reykjavík og svo Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn á árunum 1959-66

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Rak teiknistofu með systur sinni Guðfinnu Thordarson á árunum 1984-92 og meðal sameiginlegra verka þeirra má nefna Stjórnsýsluhús á Ísafirði, bóknámshús Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og fjölbýlishús við Bæjarholt 7-9 og Dvergholt 1-3, Hafnarfirði.

Útgáfa og sýningar

[breyta | breyta frumkóða]

Arkítektúr íslenskra kvenna Ásmundarsafn 20.09.1985− 06.10.1985 Arkitektúr - Kvennalistahátíð[3]

Leiðsögn um íslenska byggingarlist. Ritstjórn: Dennis Jóhannesson, Albína Thordarson, Málfríður Kristjánsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Reykjavík, Arkitektafélag Íslands, 2000.

Verðlaun og styrkir

[breyta | breyta frumkóða]

Albína hefur tekið þátt í mörgum samkeppnum arkitekta ein eða með öðrum og oft unnið til verðlauna. Menningar- og minningarsjóður kvenna 1963 Albína Thordarson, Húsagerðarlist.

Heiðursfélagi í Arkítektafélagi Íslands 2015[4]

Önnur störf

[breyta | breyta frumkóða]

Formaður Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2011[5]

Formaður Arkítektafélags Íslands 2005-2007 og setið í fjölda nefnda á vegum félagsins og gengt trúnaðarstörfum fyrir hönd arkitekta.[6]

  • Byggingar eftir Albínu Thordarson.[6] Listinn er ekki tæmandi.
  • Reynilundur 11-17 Garðabæ, raðhús
  • Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði ásamt Guðfinnu Thordarson
  • Orlofshús Kennarasambands Íslands Heiðarbyggð í Hrunamannahreppi
  • Krókabyggð 1a Mosfellsbæ, einbýlishús
  • Bæjargil 91 Garðabæ, einbýlishús
  • Leikskólinn Dvergasteinn
  • Asparhúsið í Vallanesi á Fljótsdalshéraði
  • Skjólfaxi, heilsárshús
  • Orlofsheimili vélstjóra á Laugarvatni
  • Leikskóla Reykjavíkurborgar við Laufrima, Gullteig og Hæðargarð
  • Leikskólann Álfastein við Háholt 17 í Hafnarfirði
  • Leikskólann Ása við Bergás í Garðabæ, 2001
  • Endurgerð Skuggasunds 1 (áður Lindargötu 9) fyrir Umhverfisráðuneytið
  • Félagshús Íþróttafélagsins Leiknis við Austurberg í Breiðholti
  • Núpabakki 13-25 í Breiðholti, Reykjavík, íbúðarhús
  • Víðihlíð 45 í Reykjavík, íbúðarhús
  • Lækjarsel 9 í Breiðholti, Reykjavík, íbúðarhús
  • Heiðarhorn 10 í Keflavík
  • Þinghólsbraut 59
  • Mánalind 2 í Kópavogi
  • Hraunás 5 í Garðabæ
  • Bóknámshús Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki ásamt Guðfinnu Thordarson
  • Fjölbýlishús við Bæjarholt 7-9 ásamt Guðfinnu Thordarson
  • Dvergholt 1-3, Hafnarfirði ásamt Guðfinnu Thordarson
  • Gefjunarbrunnur 20-22 Reykjavík, parhús

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Albína Thordarson og Guðrún Jónsdóttir heiðursfélagar AÍ“.
  2. „PÁLÍNA Þ. JÓNSDÓTTIR Pálína Þórunn Jónsdóttir fæddist á Flankastöðum á Miðnesi“. www.mbl.is. Sótt 22. september 2020.
  3. Listasafn Reykjavíkur. „Albína Thordarson Sýningar listamanns“.
  4. „Albína Thordarson og Guðrún Jónsdóttir heiðursfélagar AÍ“.
  5. Rúnar Pálmason. „Framkvæmdir stranda á skipulagi“.
  6. 6,0 6,1 „Albína Thordarson og Guðrún Jónsdóttir heiðursfélagar AÍ“.