Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Björk Guðjónsdóttir (f. 10. júlí 1969) er íslenskur lögfræðingur, lögreglumaður og núverandi ríkislögreglustjóri. Áður var hún lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu frá 2014 til 2020.

Árið 2015 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði sem lögreglustjóri á Suðurnesjum brotið lög með því að senda Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra, persónuupplýsingar um málefni hælisleitandans Tony Omos.[1][2]

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipaði Sigríði í embætti ríkislögreglustjóra þann 12. mars árið 2020. Hún tók við embættinu þann 16. mars sama ár. Hæfnisnefnd hafði metið Sigríði hæfasta umsækjandann um starfið.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sigríður Björk braut lög um persónuvernd“. Viðskiptablaðið. 27. febrúar 2015. Sótt 8. apríl 2020.
  2. „Sigríður Björk braut lög og var síðan skipuð lögreglustjóri“. Stundin. 27. febrúar 2015. Sótt 8. apríl 2020.
  3. „Sigríður Björk nýr ríkislögreglustjóri“. Kjarninn. 12. mars 2020. Sótt 8. apríl 2020.