Hatursorðræða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
SIM-kort í Póllandi með slagorði herferðarinnar gegn hatursorðræðu „Orð hafa vald, notaðu þau skynsamlega“

Hatursorðræða (e. hate speech) er, í almennum skilningi, orðræða sem ræðst gegn einstaklingi eða hópi á grundvelli til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, fötlunar eða kynhneigðar.

Í lagalegum skilningi er hatursorðræða hver sú orðræða, bending eða atferli, skrif eða tjáning, sem er bönnuð sökum þess að hún kann að hvetja til ofbeldis eða saknæms athæfis gegn einstaklingi eða hópi sem nýtur verndar laganna, eða sökum þess að er lítillækkandi eða ógnandi fyrir slíkan einstakling eða hóp. Lögum er ætlað að bera kennsl á einstakling eða hóp sem nýtur verndar laganna. Í sumum löndum geta þeir sem fyrir hatursorðræðu verða sótt til saka fyrir rétti. Mjög er deilt um hatursorðræðu á netinu og hvar mörk tjáningarfrelsis og hatursorðræðu skarast. Gagnrýnendur laga gegn hatursorðræðu líkja hugtakinu við Newspeak í skáldsögu George Orwells og segja það notað til þöggunar.

Í tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins nr. 97 er hatursorðræða skilgreind sem: „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur sem byggist á umburðarleysi, þar á meðal umburðarleysi sem er tjáð með herskárri/óvæginni þjóðræknisstefnu/þjóðernishyggju eða þjóðhverfum sjónarmiðum, mismunun og fjandskap gegn minnihlutahópum, farandverkafólki og fólki af erlendum uppruna.“[1]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.