Sigfús Arnar Benediktsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigfús Arnar Benediktsson (f. 1989) er íslenskur tónlistarmaður, upptökustjóri og hljóðmaður. Hann er trommuleikari í hljómsveitinni Contalgen funeral. Hans fyrsta plata, Fúsi Ben kom út árið 2010 og var hún tekin upp í hans eigin stúdíói, Stúdíó Benmen á Sauðárkróki. Sigfús er einnig í tónlistarsamstarfi með Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og kalla þau sig Fúsi Ben og Vordísin. Þau gáfu út plötu árið 2013 sem nefnist Tímamót-Behind The Mountains.

Á árunum 2008 til 2010 var Sigfús gítarleikari í hljómsveitinni Bróðir Svartúlfs. Sú hljómsveit sigraði Músíktilraunir árið 2009.

Plötur teknar upp í Stúdíó Benmen[breyta | breyta frumkóða]

Upptökustjóri: Sigfús Arnar Benediktsson