Sigfús Arnar Benediktsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sigfús Arnar Benediktsson er íslenskur tónlistarmaður, upptökustjóri og hljóðmaður, fæddur árið 1989. Hann er trommuleikari í hljómsveitinni Contalgen funeral. Hans fyrsta plata, Fúsi Ben kom út árið 2010 og var hún tekin upp í hans eigin stúdíói, Stúdíó Benmen á Sauðárkróki. Sigfús er einnig í tónlistarsamstarfi með Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og kalla þau sig Fúsi Ben og Vordísin. Þau gáfu út plötu árið 2013 sem nefnist Tímamót-Behind The Mountains-.
Á árunum 2008-2010 var Sigfús gítarleikari í hljómsveitinni Bróðir Svartúlfs. Sú hljómsveit sigraði Músíktilraunir árið 2009.

Plötur teknar upp í Stúdíó Benmen[breyta | breyta frumkóða]

Upptökustjóri: Sigfús Arnar Benediktsson

 • Fúsi Ben (2010)
 • Joe Dubíus - Matartíminn (2010)
 • Contalgen Funeral - Gas Money (2011)
 • Gillon - Næturgárun (2012)
 • Joe Dubíus - Rainy Day In The Park (2012)
 • Contalgen Funeral - Pretty Red Dress (2012)
 • Gísli Þór Ólafsson - Bláar raddir (2013)
 • Fúsi Ben og Vordísin - Tímamót-Behind The Mountains- (2013)
 • Róbert og Guðmundur - Orð (2014)
 • Gísli Þór Ólafsson - Ýlfur (2014)
 • Gillon - Gillon (2016)
 • Contalgen Funeral - Good Times (2016)