Contalgen funeral

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Contalgen Funeral er íslensk hljómsveit stofnuð árið 2010 af Andra Má Sigurðssyni og Kristjáni Vigni Steingrímssyni. Í byrjun árs 2011 bættist Gísli Þór Ólafsson í bandið og um vorið þau Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigfús Arnar Benediktsson.

Sumarið 2011 vann hljómsveitin myndband við lagið Charlie. Básúnuleikarinn Bárður Smárason gekk til liðs við hljómsveitina og kom hún meðal annars fram á Airwaves það árið. Þá um haustið gaf hún út stuttskífuna Gas Money.

Árið 2012 gaf hljómsveitinn út sína fyrstu breiðskífu, Pretty Red Dress. Var hún tekin upp hjá trommara hljómsveitarinnar, Fúsa Ben, í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki. Í sama stúdíói var önnur breiðskífa bandsins tekin upp, Good Times. Sú plata kom út í desember 2016.

Liðskipan[breyta | breyta frumkóða]

  • Andri Már Sigurðsson: Söngur og gítarbanjó
  • Gísli Þór Ólafsson: Bassi og bakraddir
  • Kristján Vignir Steingrímsson: Rafmagnsgítar
  • Sigfús Arnar Benediksson: Trommur
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir: Söngur og slagverk

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Stuttskífa[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]