Fara í innihald

Bláturnablús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bláturnablús er 5. breiðskífa Gillons, en það er flytjandanafn Gísla Þórs Ólafssonar. Platan kom út á streymisveitum þann 22. febrúar 2022 og var fáanleg á vínyl þann 23. maí 2022.

Á plötunni eru 9 lög og textar eftir Gísla Þór Ólafsson.

Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki 2020-2021 og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar.

Mynd á umslagi: Óli Þór Ólafsson.

Fyrstu kynningarlög plötunnar komu út á 7" smáskífu haustið 2020, en um var að ræða frumútgáfu Gillons á vínyl og á Spotify. Smáskífan inniheldur lögin Lukkuklukkur og Á hárréttum tíma. Þann 1. janúar 2021 kom annað kynningarlag plötunnar út, lagið Fíll og köttur og var það í fyrsta skiptið sem Gísli gaf út lag á afmælisdeginum sínum. Þann 22. apríl sama ár kom svo út þriðja kynningarlagið, lagið Má ekki elska þig. Fjórða kynningarlagið kom svo út á afmælisdegi höfundar, þann 1. janúar 2022 og nefnist það Tímaglas.


  • Lukkuklukkur
  • Vertu þér í vil
  • Tímaglas
  • Má ekki elska þig
  • Fíll og köttur
  • Bláturnablús
  • Kaðalskikkjur
  • Á hárréttum tíma
  • Engirauð tár

Hljóðfæraleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Jens Guð fjallar um plötuna á bloggsíðu sinni 23. október 2022 https://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/2283545/