Bláar raddir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bláar raddir er önnur sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar og kom hún út þann 23. júlí 2013. Platan inniheldur lög Gísla Þórs við ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bókinni Þrítengt sem kom út árið 1996. Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Mynd á umslagi gerði Margrét Nilsdóttir.

Í september 2019 var platan sett á Spotify.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Lög eftir Gísla Þór Ólafsson, ljóð eftir Geirlaug Magnússon

 • Hringekjan
 • Rökkur
 • Ástarljóð að morgni
 • Orðin
 • Sólskinsfíflin
 • Blá mynd á kyrri nótt
 • Draumvísi
 • Hvílíkt undur!
 • Mynd að hætti magritte
 • Fugl sem fuglari

Hljóðfæraleikur[breyta | breyta frumkóða]

 • Gísli Þór Ólafsson - Kassagítar, klassískur gítar, rafbassi, kontrabassi, rafmagnsorgel, hljómborð og söngur
 • Sigfús Arnar Benediktsson - Rafmagnsgítar, kassagítar, klassískur gítar, slidegítar, trommur, hljómborð og hljóðgervlar
 • Jón Þorsteinn Reynisson - Harmonikka (í Ástarljóð að morgni, Orðin, Sólskinsfíflin, Blá mynd á kyrri nótt og Fugl sem fuglari)
 • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir - Söngur (í Hringekjan)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]