Bróðir Svartúlfs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Bróðir Svartúlfs er íslensk hljómsveit, sem er afkvæmi fimm ólíkra hugmynda. Samstarfið hófst september 2008 og kom öllum meðlimunum strax á óvart hve samstilltir þeir voru, sérstaklega þegar litið var til forsögu hvers og eins þeirra í tónlist. Margur hefur reynt að koma bandinu fyrir innan ákveðins ramma eða stefnu, en ásættanleg niðurstaða í þeim málum hefur enn ekki fengist. Meðlimir kæra sig yfirleitt köllótta um þetta mál og fljóta því stefnulaust áfram, og hefur hömluleysið enn sem komið er einungis skilað sér í formi litríkari tónlistarsköpunar. Sveitin tók þátt í Músíktilraunir 2009 og ekki vildi betur til en svo að hún fór með sigur af hólmi.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Arnar Freyr Frostason - Rapp/söngur
 2. Sigfús Arnar Benediktsson - Rafmagnsgítar
 3. Andri Þorleifsson - Trommur
 4. Jón Atli Magnússon - Bassi
 5. Helgi Sæmundur Guðmundsson - Synth/bakrödd

Útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Bróðir Svartúlfs gaf út sína fyrstu plötu árið 2009 að nafni Bróðir svartúlfs. Platan fékk 4,0 í einkunn hjá vefritinu Rjómanum.[1]

Lagalisti:

 1. Gullfalleg útgáfa af forljótum náunga
 2. Úldnir og ormétnir ávextir erfiðis
 3. Rólan sveiflast enn
 4. Augun
 5. Fyrirmyndarveruleikaflóttamaður
 6. Alinn upp af úlfum

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Bróðir svartúlfs - EP“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2010-02-21. Sótt 13. nóvember 2010.