Ýlfur (sólóplata)
Ýlfur er þriðja sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar og kom hún út þann 23. nóvember 2014. Platan, sem er byggð á kassettu sem kom út í örfáum eintökum árið 1998, inniheldur tíu lög eftir höfund og fimm texta, en fjögur ljóð eru eftir Geirlaug Magnússon og eitt eftir Gyrði Elíasson. Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og sá Sigfús Arnar Benediktsson um upptökustjórn líkt og á fyrri plötum (Bláar raddir og Næturgárun). Mynd á umslagi gerði Auður Eyleif Einarsdóttir.
Þann 19. júní 2020 var platan fáanleg á Spotify. Ljóð Geirlaugs Magnússonar eru úr bókinni Þrítíð sem kom út árið 1985. Ljóð Gyrðis Elíassonar er úr bókinni Tvö tungl sem kom út árið 1989.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]Lög og textar eftir Gísla Þór Ólafsson (nema annað komi fram). Hljóðfæraleikur eftir Gísla Þór Ólafsson og Sigfús Arnar Benediktsson.
- Grasrót
- Tapaður andi
- Einnar nætur blús (ljóð: Geirlaugur Magnússon)
- Óttusöngur (ljóð: Gyrðir Elíasson)
- Fleiri nátta blús (ljóð: Geirlaugur Magnússon)
- Og einn blús til tanja (ljóð: Geirlaugur Magnússon)
- Andar í ýlfrun trjánna
- Síðasti blús (ljóð: Geirlaugur Magnússon)
- Blá blóm
- Milli drauma