Næturgárun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Næturgárun er fyrsta sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar og kom hún út þann 6. mars 2012. Platan var gefin út af höfundi undir flytjandanafninu Gillon. Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Myndin á umslaginu er einnig eftir hann.

Þrjár heimagerðar smáskífur voru gerðar (geisladiskar) og voru það lögin Blindaður af ást, Næturkossar og Ást á internetinu.

Þrír þriggja stjarna dómar birtust um plötuna. Hér má lesa einn þeirra: Einlægur Gillon.

Í lok ágúst 2019 var platan sett á Spotify. Í kjölfarið kom út 7" smáskífa með lögunum Blindaður af ást og Andrés Önd.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Lög og textar eftir Gísla Þór Ólafsson (nema annað komi fram)

 • Næturkossar (meðhöfundur lags: Óli Þór Ólafsson)
 • Blindaður af ást
 • Gyðjan brosir (ljóð: Geirlaugur Magnússon)
 • Ást á internetinu
 • Andrés Önd
 • Fyrir tilstilli þína
 • Um mann og konu (ljóð: Jón Óskar)
 • Morguntár
 • Fjólubláir draumar

Hljóðfæraleikur[breyta | breyta frumkóða]

 • Gísli Þór Ólafsson - Söngur, kassagítar, klassískur gítar, kontra- og rafbassi, hljóðgervill og raddir
 • Sigfús Arnar Benediktsson - Rafmagnsgítar, trommur, hljóðgervill, harmonikka og kassgítar
 • Andri Már Sigurðsson - Söngur í Blindaður af ást
 • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir - Söngur í Blindaður af ást og Um mann og konu, raddir í Fyrir tilstilli þína
 • Dagrún Ísabella Leifsdóttir - Blokkflauta og rödd í Gyðjan brosir
 • Sæþór Már Hinriksson - Söngur í Næturkossar
 • Guðbrandur J. Guðbrandsson - Trompet í Ást á internetinu
 • Snævar Örn Jónsson - Bassi í Morguntár

Ljóðin á plötunni[breyta | breyta frumkóða]

Ljóð Geirlaugs Magnússonar er úr bókinni N er aðeins bókstafur sem kom út árið 2003.

Ljóð Jóns Óskars er úr bókinni Nóttin á herðum okkar sem kom út árið 1958.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]