Schock-verðlaunin
Útlit
(Endurbeint frá Schock verðlaunin)
Schock-verðlaunin eða Rolf Schock-verðlaunin, eru verðlaun sem heimspekingurinn og listamaðurinn Rolf Schock (1933–1986) stofnaði til. Verðlaunin voru fyrst veitt í Stokkhólmi í Svíþjóð árið 1993 og hafa verið veitt annað hvert ár síðan. Hver verðlaunahafi hlýtur 400.000 sænskar krónur.
Verðlaunin eru ákveðin af þriggja manna nefndum sem eftirtaldar akademíur skipa. Þau eru veitt fyrir afrek í fjórum flokkum:
- Rökfræði og heimspeki (veitt af Konunglegu sænsku vísindaakademíunni)
- Stærðfræði (veitt af Konunglegu sænsku vísindaakademíunni)
- List (veitt af Konunglegu sænsku listakademíunni)
- Tónlist (veitt af Konunglegu sænsku tónlistarakademíunni)