Santalum album

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Santalum album
Sandelviður
Sandelviður
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sandelviðarbálkur (Santalales)
Ættkvísl: Santalum
Tegund:
S. album

Tvínefni
Santalum album
L.

Santalum album, er smávaxið hitabeltis tré, og er algengasta uppspretta sandalviðar. Það er ættað frá Indlandi, Indónesíu, og Malayskaga.[2]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Blóm í Hyderabad Indlandi.

Þetta er sígrænt[3] tré, 4 metrar í Ástralíu og í Indlandi 20 metrar [4]. Ummálið getur náð 1,5 metra. Þau geta orðið 100 ára gömul. Trén eru breytileg í vexti, yfirleitt upprétt til runnkend, og getur verið samtvinnað við aðrar tegundir. Tréð sníkir af rótum annarra trjátegunda, þó án mikils álags á þær. allt að 300 tegundir (einnig sandalviður) geta verið hýslar - veita næringarefni; fosfór, nitur og kalín, og skugga - sérstaklega á fyrsta hluta þroska. Það getur fjölgað sér með rótarskotum á meðan það er ungt, og myndað lítil rjóður (stands). Börkurinn er yfirleitt rauður eða brúnn, en getur verið nær svartur á ungum trjám, en springur svo með lóðréttum rákum svo sést í rauðan innri börkinn. Kjarnviðurinn er fölgrænn til hvítur. Blöðin eru þunn, gagnstæð og egglaga. Hárlaust yfirborðið er gljáandi og skærgrænt, og blágræn að neðan. Berin myndast eftir þrjú ár, og þroskuð fræ eftir 5 ár. Fræjunum er dreift með fuglum.

Þroskað ber af Santalum album frá Panchkhal-dal, Nepal.

Nafngjöf[breyta | breyta frumkóða]

Nafngjöf fyrir aðra "sandalviði" og flokkun ættkvíslarinnar eru dregin af útbreiddri og sögulegri/fornri notkun þessarar tegundar. Santalum album er í ættinni Santalaceae, og er almennt þekkt sem "white" eða "East Indian sandalwood".[5] Nafnið, Santalum ovatum, notað af Robert Brown (grasafræðingur, fæddur 1773) í Prodromus Florae Novae Hollandiae (1810) var lýst sem samnefni af Alex George 1984.[6] Seinna nafnið album vísar til hins 'hvíta' kjarnviðar.

Nafnið er dregið af orðinu चन्दनं chandanam í Sanskrít.[7]

Þessi tegund var sú sem var fyrst þekkt sem sandalviður. Aðrar tegundir í ættkvíslinni Santalum, svo sem ástralska S. spicatum, eru einnig kallaðar "true sandalwood", til að aðgreina þær frá trjám með álíka ilmandi viði eða olíu.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Sandelviðartré er talið upprunnið frá hálfþurrum svæðum á Indlandsskaga. Því er nú plantað í Indlandi , Kína, Sri Lanka, Indónesíu, Malaysia, Filippseyjum og norður Ástralíu.[8]

Búsvæði og vöxtur[breyta | breyta frumkóða]

S. album kemur fyrir í strandlægum skógum, þurrum upp að 700 m hæð yfir sjávarmáli. Það vex vanalega í sendnum eða grýttum næringarsnauðum jarðvegi, en finnst einnig á ýmsum öðrum jarðvegsgerðum. Hitinn getur verið frá 0 til 38°C og ársúrkoma á milli 500 og 3000mm. S. album getur vaxið 10 metra beint upp. Blómgun byrjar eftir 7 ár. Á meðan tréð er ungt eru blómin hvít, en með aldri verða þau rauðleit til appelsínugul. Stofn trésins byrjar að mynda ilm sinn eftir 10 ára vöxt. Tréð er hélfsníkjujurt svo það tekur næringu að miklu leyti úr nálægum trjám.[9]

Verndun[breyta | breyta frumkóða]

S. album er skráð sem viðkvæm tegund af International Union for the Conservation of Nature (IUCN).[10] Því er ógnað af arðráni og hnignun búsvæða vegna breyttra landnytja, skógarelda (þessi tegund er mjög viðkvæm fyrir eldi), Sandalviðar sýkingu og jarðrækt er það sem veldur mestum áhyggjum. Til að vernda þessa viðkvæmu auðlind frá ofnýtingu eru lög sett til verndunar tegundinni og ræktun rannsökuð og þróuð.[11][12][13]

Fram að 2002 var einstaklingum í Indlandi ekki leyft að rækta sandalvið. Vegna þess hvað hann er sjaldgæfur er einstaklingum ekki leyft að höggva eða uppskera sandalvið. Ríkið gefur sérstök leyfi til opinberra aðila sem geta þá höggvið trén og selt viðinn.[9] Indverska ríkistjórnin hefur bannað útflutning á sandalviði.[1]

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Ung planta

S. album hefur verið aðaluppspretta sandalviðar og sandalviðarolíu. These often hold an important place within the societies of its naturalised distribution range. Miðhluti bolsins, kjarnviðurinn er eini hluti trésins sem er notaður fyrir ilminn. Hann er gulbrúnn að lit, harður með olíukenndri áferð, og vegna endingar sinnar, er hann frábær í útskurð. Ytri hluti bolsins, rysjan, er ilmlaus. Rysjan er hvít eða gulleit og nokkuð notuð í rennda hluti. Mikið verðgildi sandalviðar hefur leitt til tilrauna til ræktunar þess, sem hefur aukið útbreiðslu tegundarinnar. Langur þroskatími og erfiðleikar í ræktun hafa takmarkað magnræktun tegundarinnar innan útbreiðslusvæðis þess. Uppskera á trénu hefur í för nokkur stig af þroskun og vinnslu, sem bæta við verð á því. Viðurinn og olían eru í mikilli eftirspurn og mikilvæg verslunasrvara í:

Indland
Nytjar á S. album á Indlandi hefur verið skráð í yfir tvö þúsund ár. Viðurinn og olían eru notuð í helgiathöfnums. Viðurinn er einnig byggingarefni í hofum og annarsstaðar. Indlandsstjórn hefur bannað útflutning til að minnka hættu á arðráni. Í suður Indlandi (Karnataka og Andhra Pradesh) eru öll tré stærri en all trees of greater than a specified girth are the property of the state. Cutting of trees, even on private property, is regulated by the Forest Department.[14] Hinn illræmdi skógarræningi Veerappan stóð að ólöglegu skógarhöggi á sandalviði.
Sri Lanka
Felling á sandalviði er helst af öldruðum trjám. Hægt er þó að nýta tré sem eeru bara 7 ára gömul. Allt tréð er fjarlægt frekar en að höggva stofninn. Mikil nýting á trjánum hefur leitt til hættu á útrýmingu.[1]
Australia
Nýting á Áströlskum Santalum tegundum hefur erið veruleg; Santalum spicatum var mikið höggvið og flutt frá vestur Ástralíu við landnám, var það notað sem ódýr kostur við þessa tegund. Það eru tvær "commercial" sandalviðar gróðrarstöðvar í fullum rekstri Kununurra vestur Ástralíu.[15][16]



Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Asian Regional Workshop (1998). „Santalum album“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 8. febrúar 2007.
  2. „Sandalwood Uses, Benefits & Side Effects - Drugs.com Herbal Database“. Drugs.com (bandarísk enska). Sótt 5. apríl 2017.
  3. Henk J. Beentje, P. M. Polhill: Santalceae., Flora of Tropical East Africa, Royal Botanic Gardens, Kew, 2005. ISBN 978-1842461136: Santalum album L., cultivated Sandalwood. online.
  4. Orwa et al., 2009: Santalum album L. Santalaceae bei Agroforestry Database 4.0 – Volltext-PDF.
  5. Santalum (IPNI)
  6. Snið:APNI George, A.S. & Hewson, H.J. in George, A.S. (Ed) (1984), Flora of Australia 22: 61, 63, Fig. 18D, Map 71
  7. http://www.etymonline.com/index.php?term=sandalwood
  8. R. Yusuf, 1999: Santalum album L. bei PROSEA = Plant Resources of South-East Asia. Geymt 21 apríl 2018 í Wayback Machine
  9. 9,0 9,1 Vijay, Hema. „Time to lift restrictions on planting sandalwood?“. The Hindu (enska). Sótt 5. apríl 2017.
  10. teamKraftt. „CONSERVATION & ENVIRONMENTAL |“. sandalwoodoilspecialist.com (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 5. apríl 2017. Sótt 5. apríl 2017.
  11. http://www.newcrops.uq.edu.au/newslett/ncnl2-54.htm University of Queensland site's detail
  12. Australian Arid Lands Botanic Garden - Plants: Sandalwood, Santalum spicatum
  13. http://www.fpc.wa.gov.au/pdfs/sandalwood_detail.pdf Geymt 20 september 2006 í Wayback Machine WA Gov site's detail
  14. Karnataka Forest Department Rules Geymt 17 febrúar 2007 í Wayback MachineKarantaka Forest Department Geymt 13 janúar 2018 í Wayback Machine
  15. Indian Sandalwood Plantations in Australia. Tropical Forest Services (TFS) Ltd.
  16. Indian Sandalwood in Western Australia. Santanol

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.