Fara í innihald

Samtök um alþjóðasamskipti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
G.W. Bush ávarpar samtökin 7. Desember, 2005.

Samtök um alþjóðasamskipti (e. Council on Foreign Relations) er bandarískt þverpólitískt og sjálfstætt sérfræðiráð, hugmyndabanki og útgefandi sem sérhæfir sig í utanríkisstefnu og alþjóðasamskiptum Bandaríkjanna. Í því eru yfir 4.900 meðlimir búsettir víðsvegar í Bandaríkjunum. Meðlimir þess koma vítt og breytt úr samfélaginu þar á meðal háttsettir stjórnmálamenn, forstjórar CIA, fjölmiðlamenn, bankastjórar, lögfræðingar, utanríkisráðherrar sitjandi ríkisstjórnar auk fulltrúa yfir 200 alþjóðlegra fyrirtækja.[1]

Samtökin halda reglulega fundi með fulltrúum ríkistjórnarinnar, forystufólki úr heimi alþjóðaviðskipta og meðlimum úr leyni- og utanríkisþjónustu þar sem málefni alþjóðasamfélagsins eru rædd. Á tveggja mánaða fresti gefa samtökin út fræðitímarit nefnt Foreign Affairs[2]. Samtökin standa einnig fyrir hugmyndabankanum David Rockafeller Studies Program en í honum eru um 70 meðlimir. Hugmyndabankinn hefur áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna í gegnum ráðgjöf til ríkisstjórnarinnar og þingsins, ritrýnir bækur, tímarit og fræðigreinar tengdar utanríkismálum, auk þess að hafa regluleg samskipti við fjölmiðla. [3]

Höfuðskrifstofa samtakanna er í New York, en auk þess reka þau skrifstofu í Washington.[4]

Eins og fram kemur á heimasíðu samtakanna, eru þau sjálfstæð og óháð meðlimasamtök, hugmyndabanki og útgefandi helgaður því að vera auðlind meðlima þess, ríkistjórnarinnar, fjölmiðla, fyrirtækja, trúarleiðtoga, kennara, námsfólks og almennra borgara til að hjálpa þeim að skilja betur heiminn, alþjóðasamskipti og utanríkisstefnu Bandaríkjanna og annara landa. [5]

Félagsaðild

[breyta | breyta frumkóða]

Einstaklingar

[breyta | breyta frumkóða]

Samtökin bjóða uppá tvennskonar aðild fyrir einstaklinga, lífstíðar aðlid eða tímabundna aðild. Aðeins Bandarískir ríkisborgarar eða varanlegir íbúar Bandaríkjanna sem hafa sótt um ríkisborgararétt eiga möguleika á aðild. Tímabundin aðild er eingöngu fáanleg sé umsækjandi á aldrinum 30-36 ára þegar sótt er um, sé hún samþykkt gildir hún í 5 ár. Einstaklingar sem fá lífstíðaraðild þurfa að vera skriflega tilnefndir af meðlimi ráðsins og studdir af að minnsta kosti þremur öðrum meðlimum. [6]

Dæmi um nokkra meðlimi ráðsins eru, Michael Bloomberg, George H. W. Bush, Richard Branson, Zbigniew Brzezinski, Jimmy Carter, Dick Cheney, Robert M. Gates, Alan Greenspan, Timothy Geithner, Mikhaíl Gorbatsjev, Newt Gingrich, John Kerry, John McCain, Colin Powell, David Rockefeller, Jr., David Rockefeller, George Soros og Oprah Winfrey.

Tenging nokkurra aðila ráðsins og fyrirækja sem þeir stjórna.

Fyrirtæki geta einnig fengið aðild að ráðinu og er miðað við að hámark 250 séu með aðild. Til eru þrennskonar áskrift ,,grunn", ,,bónus" og ,,forseta hringurinn". Allir meðlimir fá boð á stærri viðburði samtakanna svo sem fyrilestra frá heimsþekktum leiðtogum fyrirtækja og stjórnmála. Meðlimir bónus og forseta hringsins fá einnig boð á smærri einkaviðburði með háttsettu fólki innan ríkisstjórna Bandaríkjanna og annara landa. [7] Nokkur heimsþekkt alþjóðleg fyrirtæki komu að stofnun ráðsins, til að mynda Bank of America Merrill Lynch, Goldman Sachs, Inc., JPMorgan Chase & Co, ExxonMobil Corporation, Chevron Corporation, Nasdaq OMX Group.

Dæmi um aðildarmeðlimi ráðsins er, Alcoa, The Coca-Cola Company, Deutsche Bank, Lockheed Martin, Morgan Stanley, Royal Dutch Shell, Toyota, Boeing, Deloitte, FedEx, Google, IBM, Microsoft, Rothschild North America, Inc., Sony, WallMart.

  1. CFR. „Membership“. Sótt 30. okt 2014.
  2. http://www.foreignaffairs.com/
  3. CFR. „Informing the Public Debate“. Sótt 30. okt 2014.
  4. http://www.cfr.org/
  5. CFR.org. „Mission Statement“. Sótt 30. Október 2014.
  6. CFR.org. „CFR Membership, Individual Membership“. Sótt 30. Október 2014.
  7. CFR.org. „CFR Membership, Corporate Membership“. Sótt 30. Október 2014.