Fara í innihald

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir (f. 28. maí 1941, d. 1. ágúst 2020) var þulur hjá Ríkisútvarpinu og starfaði þar í 44 ár, 1962 til 2006. Hún var dóttir Péturs Péturssonar sem einnig var þulur hjá Ríkisútvarpinu og Ingibjargar Birnu Jónsdóttur, húsmóður.

Maður Ragnheiðar Ástu var Jón Múli Árnason, þulur hjá RÚV og tónskáld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er dóttir þeirra. Fyrir átti Ragnheiður þrjú börn af fyrra hjónabandi: Pétur Gunnarsson, blaðamann, Eyþór Gunnarsson, tónlistarmann og Birnu Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra hjá Háskóla Íslands.