Fara í innihald

Ram Nath Kovind

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ram Nath Kovind
Ram Nath Kovind árið 2017.
Forseti Indlands
Í embætti
25. júlí 2017 – 25. júlí 2022
ForsætisráðherraNarendra Modi
VaraforsetiMohammad Hamid Ansari
Venkaiah Naidu
ForveriPranab Mukherjee
EftirmaðurDroupadi Murmu
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. október 1945 (1945-10-01) (79 ára)
Paraunkh, Uttar Pradesh, breska Indlandi
StjórnmálaflokkurBharatiya Janata (BJP)
MakiSavita Kovind (g. 1974)
Börn2
HáskóliHáskólinn í Kanpur
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður

Ram Nath Kovind (f. 1. október 1945) er indverskur stjórnmálamaður sem var forseti Indlands frá árinu 2017 til ársins 2022. Kovind er fjórtándi forseti landsins. Hann er meðlimur í hindúska hægriþjóðernisflokknum Bharatiya Janata (BJP) og hafði fyrir forsetatíð sína verið þingmaður í efri deild indverska þingsins frá 1994 til 2006 og ríkisstjóri í héraðinu Bihar frá 2015 til 2017. Kovind er menntaður í lögfræði og starfaði sem lögfræðingur í sextán ár áður en hann hóf feril sinn í stjórnmálum.[1][2]

Kovind er úr stétt dalíta, eða „hinna stéttlausu“, lægstu stéttinni í stéttarkerfi hindúismans. Hann er annar forseti Indlands úr þeirri stétt.[1] Sem talsmaður BJP árið 2010 vakti Kovind athygli þegar haft var eftir honum að kristni og íslam pössuðu ekki inn í stéttaþjóð Indlands. Talsmenn flokksins segja þó að ummæli hans hafi verið misskilin og að hann hafi notað orðið „notion“ (hugmynd) en ekki „nation“ (þjóð).[3]

Kovind kom í opinbera heimsókn til Íslands í september árið 2019 og var þetta í fyrsta sinn sem hann heimsótti norrænt ríki. Hann fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni forseta á Bessastöðum og hélt fyrirlesturinn „Indland og Ísland fyrir græna plánetu“ við Háskóla Íslands.[4][5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Stökkva upp til: 1,0 1,1 Bára Huld Beck (4. september 2019). „Forseti Indlands flytur erindi í Háskóla Íslands“. Kjarninn. Sótt 10. september 2019.
  2. Katrín Ásmundsdóttir (6. september 2019). „Forseti Indlands heimsækir Ísland“. RÚV. Sótt 10. september 2019.
  3. Þórgnýr Einar Albertsson (27. ágúst 2019). „Ind­lands­for­seti sækir Ís­land heim“. Fréttablaðið. Sótt 10. september 2019.
  4. Oddur Freyr Þorsteinsson og Þórgnýr Einar Albertsson (9. september 2019). „Forseti Indlands kominn til Íslands“. Fréttablaðið. Sótt 10. september 2019.
  5. „Höf­in bæði aðskilja og sam­eina“. mbl.is. 10. september 2019. Sótt 10. september 2019.


Fyrirrennari:
Pranab Mukherjee
Forseti Indlands
(25. júlí 201725. júlí 2022)
Eftirmaður:
Droupadi Murmu