Ram Nath Kovind
Ram Nath Kovind | |
---|---|
Forseti Indlands | |
Í embætti 25. júlí 2017 – 25. júlí 2022 | |
Forsætisráðherra | Narendra Modi |
Varaforseti | Mohammad Hamid Ansari Venkaiah Naidu |
Forveri | Pranab Mukherjee |
Eftirmaður | Droupadi Murmu |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1. október 1945 Paraunkh, Uttar Pradesh, breska Indlandi |
Stjórnmálaflokkur | Bharatiya Janata (BJP) |
Maki | Savita Kovind (g. 1974) |
Börn | 2 |
Háskóli | Háskólinn í Kanpur |
Starf | Lögfræðingur, stjórnmálamaður |
Ram Nath Kovind (f. 1. október 1945) er indverskur stjórnmálamaður sem var forseti Indlands frá árinu 2017 til ársins 2022. Kovind er fjórtándi forseti landsins. Hann er meðlimur í hindúska hægriþjóðernisflokknum Bharatiya Janata (BJP) og hafði fyrir forsetatíð sína verið þingmaður í efri deild indverska þingsins frá 1994 til 2006 og ríkisstjóri í héraðinu Bihar frá 2015 til 2017. Kovind er menntaður í lögfræði og starfaði sem lögfræðingur í sextán ár áður en hann hóf feril sinn í stjórnmálum.[1][2]
Kovind er úr stétt dalíta, eða „hinna stéttlausu“, lægstu stéttinni í stéttarkerfi hindúismans. Hann er annar forseti Indlands úr þeirri stétt.[1] Sem talsmaður BJP árið 2010 vakti Kovind athygli þegar haft var eftir honum að kristni og íslam pössuðu ekki inn í stéttaþjóð Indlands. Talsmenn flokksins segja þó að ummæli hans hafi verið misskilin og að hann hafi notað orðið „notion“ (hugmynd) en ekki „nation“ (þjóð).[3]
Kovind kom í opinbera heimsókn til Íslands í september árið 2019 og var þetta í fyrsta sinn sem hann heimsótti norrænt ríki. Hann fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni forseta á Bessastöðum og hélt fyrirlesturinn „Indland og Ísland fyrir græna plánetu“ við Háskóla Íslands.[4][5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Stökkva upp til: 1,0 1,1 Bára Huld Beck (4. september 2019). „Forseti Indlands flytur erindi í Háskóla Íslands“. Kjarninn. Sótt 10. september 2019.
- ↑ Katrín Ásmundsdóttir (6. september 2019). „Forseti Indlands heimsækir Ísland“. RÚV. Sótt 10. september 2019.
- ↑ Þórgnýr Einar Albertsson (27. ágúst 2019). „Indlandsforseti sækir Ísland heim“. Fréttablaðið. Sótt 10. september 2019.
- ↑ Oddur Freyr Þorsteinsson og Þórgnýr Einar Albertsson (9. september 2019). „Forseti Indlands kominn til Íslands“. Fréttablaðið. Sótt 10. september 2019.
- ↑ „Höfin bæði aðskilja og sameina“. mbl.is. 10. september 2019. Sótt 10. september 2019.
Fyrirrennari: Pranab Mukherjee |
|
Eftirmaður: Droupadi Murmu |