Rákarein
Rákarein | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Rákarein á grjóti í Nevada.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Ekki metið
(IUCN)
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Sporostatia testudinea | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Lecidea coracina Sommerf. |
Rákarein (fræðiheiti: Sporostatia testudinea) er fléttutegund af flikruætt. Nafn fléttunnar vísar til þess að þal hennar virðist skipt í samsíða reinar með rákum.[1]
Útbreiðsla og búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Rákarein finnst um nær allan heim og í mörgum lífbeltum. Hún finnst á Norðurheimskautasvæðinu og Suðurskautlandinu og í öllum heimsálfum þar á milli nema Afríku.[2] Á Íslandi vex rákarein víða um land en er sérlega algeng á Miðhálendinu og hátt til fjalla þótt hún finnist einnig á láglendi.[1]
Á Íslandi finnst rákarein á basalti[1] en annars staðar vex hún á öðru undirlagi, til dæmis á graníti í Kaliforníu.[3]
Samband við aðrar tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Í Altai-fjöllum er rákarein hýsill fyrir sníkjufléttuna Rhizocarpon pusillum sem vex á rákarein.[4]
Efnafræði
[breyta | breyta frumkóða]Rákarein inniheldur fléttuefnið gyrófórinsýru.[1] Þalsvörun hennar er K-, C+ rauð, KC+ rauð og P-.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
- ↑ 2,0 2,1 Rambold G. (ritstj.) (2019). LIAS: A Global Information System for Lichenized and Non-Lichenized Ascomycetes (útg. desember 2015). Í: Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 26. febrúar 2019 (Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L., ritstj.). Species 2000: Naturalis, Leiden, Hollandi. ISSN 2405-8858.
- ↑ Ryan, B. (1990). Lichens and air quality in the Emigrant Wilderness, California: A baseline study. Geymt 13 júní 2021 í Wayback Machine Arizona State University, Tempe.
- ↑ Alexsandrovich, D. E., Alexsandrovna, K. L., Petrovich, A. M., Stepanovich, Z. I., & Alfredovich, D. A. (2012). Additions to the lichen biota of the Altai mountains (Siberia). IV. Turczaninowia, 15(3).