Fara í innihald

Þalsvörun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þalsvörun á við um eiginleika þals sumra fléttna til að breyta um lit þegar það kemst í snertingu við ákveðin efnasambönd. Þalsvörun er mikilvægt greiningareinkenni fyrir fléttutegundir því hún gefur mjög góða vísbendingu um það hvaða virku efni fléttan inniheldur. Mismunandi fléttutegundir geta því gefið mismunandi þalsvörun við sömu efnum og jafnvel getur svörunin verið mismunandi milli vefjagerða innan sama einstaklings.[1]

Efnin sem notuð eru við athugun á þalsvörun eru margbreytileg. Á Íslandi hefur Hörður Kristinsson mest notast við fimm efni eða efnablöndur: Kalíumhýdroxíð (K), Calsíumoxíðklóríð (C), blöndu af kalíumhýdroxíði og calsíumoxíðklóríði (KC), paraphenýldíamín (P) og kalíumjoðíð (J).[1]

Stundum endurkastar þalið ákveðnum bylgjulengdum ljóss, til dæmis útfjólubláu ljósi. Hægt er að hafa upplýsingar um slíkt með í þalsvörun. Um fléttu sem endurkastar útfjólubláu ljósi sem hvítu ljósi mætti því lýsa sem UV+ hvítt.

Dæmi um þalsvaranir

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 1,8 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  Þessi grasafræðigrein sem tengist líffræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.