Sporastatia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sporastatia
Rákarein (S. testudinea) á grjóti.
Rákarein (S. testudinea) á grjóti.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Incertae sedis[1]
Ætt: Flikruætt (Rhizocarpaceae)
Ættkvísl: Sporastatia
Tegundir

Rákarein (S. testudinea)
Tíglarein (S. polyspora)

Sporastatia er ættkvísl hrúðurfléttna af flikruætt. Ættkvíslin inniheldur tvær tegundir,[2] rákarein og tíglarein sem báðar finnast á Íslandi.[3]

Fléttur af ættkvíslinni Sporastatia eiga það meðal annars sameiginlegt að innihalda fléttuefnið gyrófórinsýru og hafa rauða jákvæða þalsvörun við K og KC.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  2. Catalogue of Life. Sótt 17. mars 2019.
  3. Hörður Kristinsson & Starri Heiðmarsson (2009). Skrá yfir fléttur á Íslandi. Sótt af vefsvæði Flóru Íslands.