Þal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þal (e. Thallus) er nefndur líkami þelinga (Thalliophyta). Þal er einfaldur líkamsvefur úr einni eða fleiri frumum þörunga, sveppa, flétta, skófa og stundum gerla, sem ekki eru með eiginlegan plöntulíkama eins og háplöntur, það er rót, stöngul, blöðleiðsluvef til að flytja vatn og næringarefni um líkaman.

Þótt þal hafi hvorki líkams- né líffærabyggingu háplantna þá getur það skipst í sambærilega líffærahluta hjá ýmsum þelungum og gengt mismunandi hlutverkum. Til dæmis hefur þal þara fót, sem eru sívalir festusprotar sem festa þarann við fast undirlag, upp af honum kemur stilkur og á efri enda stilksins situr stórt blað sem sinnir ljóstillífun, líkt og laufblöð háplantna gera.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Thallus“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt apríl 2012.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.