Prótagóras

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Fornaldarheimspeki
Nafn: Prótagóras
Fæddur: 490 f.Kr.
Látinn: 420 f.Kr.
Skóli/hefð: Sófismi
Helstu ritverk: Sannleikurinn
Helstu viðfangsefni: Siðfræði, mælskufræði
Markverðar hugmyndir: Afstæðishyggja: maðurinn er mælikvarði allra hluta; veikt trúleysi
Áhrifavaldar: Demókrítos
Hafði áhrif á: Pródíkos, Platon
Demókrítos og Prótagóras.

Prótagóras (forngríska: Πρωταγόρας) (490420 f.Kr.) frá Abderu var forngrískur fræðari og heimspekingur. Í samræðunni Prótagóras eignar Platon honum að hafa fyrsti atvinnufræðarinn og dygðarkennari.

Prótagóras virðist hafa verið afstæðishyggjumaður en frægastur er hann fyrir að hafa haldið því fram að „maðurinn [sé] mælikvarði allra hluta, þeirra sem eru að þeir séu og þeirra sem eru ekki að þeir séu ekki“.[1]

Prótagóras var einnig efasemdamaður. Í ritgerð sinni Um guðina, sem er ekki varðveitt, skrifaði hann: „Varðandi guðina hef ég enga leið til þess að vita hvort þeir eru til eða ekki eða hvernig þeir eru, vegna þess hve óljóst málið er og hve lífið er stutt.“[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Platon, Þeætetos 152A, sbr. Sextos Empeirikos, AM VII.60.
  2. DK 80B4.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]


Forverar Sókratesar
  Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.