Fara í innihald

Fílolás

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fílolás (forngríska: Φιλόλαος; um 480 f.Kr. — um 385 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur. Hann var pýþagóringur og hélt fram talnaspeki í anda skólans. Hann mun fyrstur hafa haldið því fram að jörðin væri ekki miðja alheimsins en hélt því fram að til væri „andjörð“ til mótvægis við jörðina og að himinhnettirnir væru þess vegna tíu talsins. Hann hélt einnig fram hugmyndum um að sálin væri ódauðleg og væri fjötruð í eins konar líkamlegu fangelsi.


Forverar Sókratesar
  Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.