Fara í innihald

Herakleitos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Herakleitos
Herakleitos
Persónulegar upplýsingar
Fæddurum 535 f.Kr.
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilFornaldarheimspeki
Skóli/hefðJóníska náttúruspekin
Helstu ritverkUm náttúruna
Helstu kenningarUm náttúruna
Helstu viðfangsefnifrumspeki, þekkingarfræði

Herakleitos frá Efosos (forngríska: Hράκλειτος; 535 f.Kr.-475 f.Kr.) var heimspekingur og einn af forverum Sókratesar. Lítið er vitað um Herakleitos. Heimspeki hans hafði áhrif á Aristóteles, Platon og stóuspekina og síðar á heimspekinga 19. aldar.

Hugmyndir Herakleitosar eru helst tvær og hafa haft töluverð áhrif. Annarsvegar kenning hans um einingu andstæðna (vegurinn upp og vegurinn niður er einn og hinn sami, brot 60) og að átök milli andstæðna orsaki sífelldar breytingar. Hinsvegar kenningin um að allt sé hverfullt. Síðari hugmyndin er merkileg að því leytinu til að menn höfðu verið gjarnir á að trúa á eitthvað sem væri eilíft fram til þessa. Honum er einnig gjarnan tileinkuð hugmyndin um logos.

  • Heraclitus, Heraclitus: Fragments. A Text and a Translation with a Commentary. T.M. Brown (ritstj. og þýð.) (University of Toronto Press, 1987).
  • „Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvaða heimspekingur sagði að það væri ekki hægt að stíga tvisvar í sama lækinn?“. Vísindavefurinn.


Forverar Sókratesar
  Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.