Arkýtas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Archytas (forngríska: Αρχύτας; uppi um 400 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur, stærðfræðingur, stjörnufræðingur, stjórnmálamaður og herforingi.

Arkýtas fæddist í grísku borginni Tarentum á Suður-Ítalíu. Hann var sonur Mnesagórasar eða Histiajosar. Hann nam hjá Fílolási og kenndi Evdoxosi stærðfræði. Hann var tengdur pýþagóríska skólanum og var góður vinur Platons.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Forverar Sókratesar
  Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.