Fara í innihald

Fashanar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Phasianidae)
Fashanaætt
Fashani (Phasianus colchicus)
Fashani (Phasianus colchicus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Hænsnfuglar (Galliformes)
Ætt: Phasianidae
Horsfield, 1821
Ættkvíslir

Margar, sjá grein

Fashanaætt (eða fasanaætt, fræðiheiti: Phasianidae) er fjölbreytt ætt hænsnfugla sem telur meðal annars fashana, kornhænur og nytjahænsn. Samband amerískra fuglafræðinga flokkar orraætt, perluhænsn og kalkúnaætt sem undirættir í fashanaætt.

Einkenni á tegundum þessarar ættar eru að þær fljúga lítið, eru breytilegar að stærð en gjarnan holdugar, með breiða, stutta vængi. Margar tegundir eru með spora aftan á leggnum. Karlfuglar hinna stærri tegunda eru oft mjög litskrúðugir. Dæmigerð fæða eru fræ, ásamt nokkrum skordýrum og berjum.

Þessi stóra ætt inniheldur nokkra flokka sem sumir samsvara sérstakri ættkvísl en aðrir eru lausleg flokkun tengdra ættkvísla.

Ættkvíslir

[breyta | breyta frumkóða]

Nýlegri flokkun

[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi flokkun samkvæmt Kimball et al., 2021, var viðurkennd af International Ornithological Congress. Flokkar og undirættir eru byggðar á 4ðu útáfu af Howard and Moore Complete Checklist of the Birds of the World. Ættkvíslir utan flokka eru kallaðar incertae sedis (óviss flokkun).[1][2][3]

  1. Kimball, R.T.; Hosner, P.A.; Braun, E.L. (2021). „A phylogenomic supermatrix of Galliformes (Landfowl) reveals biased branch lengths“. Molecular Phylogenetics and Evolution. 158: 107091. doi:10.1016/j.ympev.2021.107091. ISSN 1055-7903. PMID 33545275. S2CID 231963063.
  2. „Pheasants, partridges, francolins – IOC World Bird List“ (bandarísk enska). Sótt 4. ágúst 2022.
  3. „H&M4 Checklist family by family - The Trust for Avian Systematics“. www.aviansystematics.org. Sótt 4. ágúst 2022.