Patton Oswalt
Patton Oswalt | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | 27. janúar 1969 |
Ár virkur | 1988 - |
Helstu hlutverk | |
Remy í Ratatouille Spence Olchin í The King of Queens Thrasher í Robotomy |
Patton Oswalt (fæddur 27. janúar 1969 ) er bandarískur leikari, raddleikari, uppistandari, handritshöfundur og rithöfundur sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Ratatouille, Robotomy og The King of Queens.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Oswalt fæddist í Portsmouth, Virginía en ólst einnig upp í Ohio og Kaliforníu. Stundaði hann nám í ensku við College of William and Mary.
Patton hefur verið giftur Michelle Eileen McNamara síðan 2005 og saman eiga þau eitt barn.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Handritshöfundur
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshandrit Owalts var árið 1994 fyrir Small Doses. Hefur hann síðan þá skrifað handrit fyrir Lottery, MADtv frá 1995-1997, MTV Special: 'Dodgeball – A True Underdog Story', The Comedians of Comedy og Human Giant.
Rithöfundur
[breyta | breyta frumkóða]Oswalt skrifaði teiknimyndasöguna JLA: Welcome to the Working Week sem var gefin út af DC Comics árið 2003. Árið 2010 kom út önnur teiknimyndasaga eftir hann sem heitir Serenity: Float Out og var gefin út af Dark Horse Comics. Hefur hann einnig verið meðhöfundur að þremur bókum The Overrated Book, The Goon noir og The Rock Bible: Unholy Scripture for Fans & Bands. Árið 2011 gaf Oswalt út fyrstu bók sína sem heitir Zombie Spaceship Wasteland.
Uppistand
[breyta | breyta frumkóða]Oswalt byrjaði að koma fram sem uppistandari á seinni hluta níunda áratugarins eða í byrjun tíunda áratugarins.[1] Umræðuefni uppistanda Oswalts teygir sig yfir fjölbreytt efni frá teiknimyndasögum og yfir í alvarleg samfélags vandmál bandaríkjanna.
Árið 2004, gaf Oswalt út grínplötuna Feelin' Kinda Patton og síðan kom lengri óklippt útgáfa seinna á árinu sem hét 222 (Live & Uncut). Gaf hann einnig út No Reason to Complain sama ár. Árið 2005, gaf Oswalt út í samstarfi við Zach Galifianakis lengri útgáfu af leikriti (Extended play) sem heitir Patton vs. Alcohol vs. Zach vs. Patton og má finna á tveimur safnverkum, The Un & Only og The Good, the Bad and the Drugly. Þann 10. Júlí 2007, gaf Patton út sína aðra grínplötu sem heitir Werewolves and Lollipops. [2]
Árið 2004, ferðaðist Oswalt um bandaríkin ásamt Zach Galifianakis, Brian Posehn og Maria Bamford til að sýna Comedians of Comedy. Hópurinn kom fram á fámennum stöðum í stað dýra grínklúbba. Um haustið 2004 var ferðlagið tekið upp og gefið út sem heimildarmynd árið eftir. Á ferðlaginu komu fram þekktir gestauppistandarar á borð við Blaine Capatch, David Cross, Rob Gasper, Bobby Tisdale og Todd Barry.
Árið 2004 var hluti af uppistandi Oswalts sýnt á sjónvarpsstöðinni Comedy Central í teiknimyndaþættinum Shorties Watchin' Shorties. Oswalt kom einnig fram sem lögfræðingur í grínþættinum Lewis Black's Root of All Evil á sjónvarpstöðinni.
Þann 28. febrúar , 2009, tók Oswalt upp þriðju gamanplötu sína sem var frumsýnd 23. ágúst 2009 á Comedy Central sem Patton Oswalt: My Weakness is Strong og var einnig gefið út á DVD á samatíma.[3]
Nýjasta gamanplata Oswalts, Patton Oswalt: Finest Hour, var gefin út 19. september, 2011. Lengri og óklippta DVD útgáfan var gefin út í apríl 2012 nokkrum dögum eftir frumsýningu á Comedy Central.[4]
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk Oswalt var árið 1994 í Small Doses. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Seinfeld, The Weird Al Show, Crank Yankers, Kim Possible, American Dad, Dollhouse, Community, United States of Tara, Simpsonfjölskyldan, Two and a Half Men og Justified.
Frá 1998-2007 lék Oswalt, Spence Olchin í gamanþættinum The King of Queens.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Oswalt var árið 1995 í Mind Control. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Magnolia, Zoolander, Calendar Girls, Blade: Trinity, Ratatouille, The Informant, A Very Harold & Kumar 3D Christmas og Internet Troll with Patton Oswalt.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1995 | Mind Control | ónefnt hlutverk | |
1996 | Quarratine | ónefnt hlutverk | |
1996 | Down Periscope | Stingray útvarpsmaður | |
1998 | Vermin | ónefnt hlutverk | |
1999 | Magnolia | Delmer Darion | |
1999 | Man on the Moon | Verkamaður (Blue collar guy) | |
2000 | Desperate But Not Serious | Auteur nr. 1 | |
2001 | Zoolander | Apa ljósmyndari | |
2002 | Run Ronnie Run | Dozer – klippari nr. 1 | |
2002 | The Vinyl Battle | Disc Jockey | |
2002 | Zig Zag | Shelly | |
2003 | Calendar Girls | Larry | |
2004 | Starsky & Husky | Disco DJ | |
2004 | See This Movie | Felix | |
2004 | Taxi | Afgreiðslumaður á skrifstofu lögreglu | |
2004 | Blade: Trinity | Hedges | |
2006 | Failure to Lunch | Tæknimaður | |
2007 | Sex and Death 101 | Fred | |
2007 | Reno 911!: Miami | Jeff Spoder | |
2007 | Greetings from Earth | Roger | |
2007 | Ratatouille | Remy | Talaði inn á |
2007 | Balls of Fury | Hammer | |
2008 | All Roads Lead Home | Milo | |
2009 | Big Fan | Paul Aufiero | |
2009 | Observe and Report | Toast A Bun framkvæmdastjóri | |
2009 | Al´s Brain in 3-D | Samstarfsmaður | |
2009 | The Informant | Ed Herbst | |
2011 | Two Men Have a Conversation | ónefnt hlutverk | |
2011 | A Very Harold & Kumar 3D Christmas | Jólasveinn í verslunarmiðstöð | |
2011 | Young Adult | Matt Freehauf | |
2012 | Nature Calls | Randy | |
2012 | First Commenter | ónefnt hlutverk | |
2012 | Internet Troll with Patton Oswalt | Patton Oswalt | |
2012 | Seeking a Friend for the End of the World | Roache | |
2013 | Odd Thomas | Ozzie P. Boone | Kvikmyndatökum lokið |
2013 | The Secret Life of Walter Mitty | ónefnt hlutverk | Í eftirvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1994 | Small Doses | ónefnt hlutverk | Sjónvarpssería |
1994 | Seinfeld | Afgreiðslumaður | Þáttur: The Couch |
1995 | MADtv | Maður í hjólastól | Þáttur nr. 1.5. |
1996 | Lottery | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
1996 | Sleep | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
1996 | NewsRadio | Maður | Þáttur: The Trainer |
1997 | The Weird Al Show | Seymour | Þáttur: Bad Influence sem Patton P. Oswalt |
1998 | Pulp Comics: Margaret Cho | Ýmsar persónur | Sjónvarpsmynd |
1998 | Dr. Katz, Professional Therpist | Patton | 2 þættir |
1996-1998 | Mr. Show with Bob and David | Frægur Mortimer / Maður á veitingastað | 2 þættir |
2000 | Super Nerds | Leslie | Sjónvarpsmynd |
2000 | Batman Beyond | Eldon Michaels | Þáttur: Sentries of the Last Cosmos Talaði inn á |
2002 | The Man Show | Weepum Buzzkillus | Þáttur: Juggy Car Wash óskráður á lista |
2002 | Home Movies | Helmet | Þáttur: Renaissance Talaði inn á |
2002-2003 | Crank Yankers | Boomer | 4 þættir |
2004 | The Fairly OddParents | Crimson Chin rithöfundur | Þáttur: The Big Superhero Wish! |
2000-2004 | Static Shock | Specs | 3 þættir |
2004 | Tom Goes to the Mayor | Zynx | Þáttur: Pioneer Island Talaði inn á |
2005 | Cheap Seats: Without Ron Parker | Carter Bogie | Þáttur: Putt-Putt/Double Dutch |
2006 | Channel 101 | Lenny Loves Carbs maður | Sjónvarpsmynd |
2006 | Clark and Michael | Fasteignasali | Sjónvarpssería |
2006 | The Amazing Screw-On Head | Mr. Groin | Talaði inn á |
2006 | Squidbillies | ónefnt hlutverk | Þáttur: Survival of the Dumbest Talaði inn á sem Shecky Chucklestein |
2003-2006 | Aqua Teen Hunger Force | DP/Ezekial/Skeeter/Frat Aliens | 3 þættir Talaði inn á sem Shecky Chucklestein |
1998-2007 | The King of Queens | Spence Olchin | 122 þættir |
2007 | Human Giant | Háskólanemi/The Wire aðdáendi/Let´s og aðdáendi | 3 þættir Talaði inn á |
2007 | SpongeBob SquarePants | Jim | Þáttur: The Original Fry Cook/Night Light |
2003-2007 | Kim Possible | Prófessor Dementor | 10 þættir |
2007 | Reaper | Leon | Þáttur: Leon |
2006-2007 | The Batman | Cosmo Krank/Leikfangasmiður | 2 þættir Talaði inn á |
2007-2008 | American Dad | Starfsmaður kvikmyndahús | 2 þættir Talaði inn á |
2007-2008 | Tim and Eric Awesome Show, Great Job | Joshua Beard | 3 þættir |
2009 | Fight of the Conchords | eftirherma Elton John | Þáttur: Prime Minister |
2004-2009 | Reno 911! | Boozehammer of Galen/Jillet-Ben Coe/Snobbaður kvikmyndaáhugamaður í árekstri | 10 þættir |
2009 | Iron Chef America: The Series | ónefnt hlutverk | Þáttur: Symon vs. Nawab: Pineapple |
2009 | The Venture Bros. | Wonderboy | Þáttur: Self-Medication |
2009 | Dollhouse | Joel Mynor | 2 þættir |
2010 | The Sarah Silverman Program | Vincent Van maður | Þáttur: A Good Van Is Hard to Find |
2010 | Neighbors from Hell | Pazuzu | 10 þættir |
2009-2010 | Community | Karlhjúkrunarfræðingur | 2 þættir |
2010 | Caprica | Baxter Sarno | 6 þættir |
2010 | Glenn Martin DDS | Sjálfboðaliði | Þáttur: Volunteers Talaði inn á |
2010-2011 | Robotomy | Thrasher | 10 þættir Talaði inn á |
2009-2011 | United States of Tara | Neil | 21 þættir |
2011 | Futurama | Óaðlaðandi risaskrímsli | Þáttur: Benderama Talaði inn á |
2011 | Jon Benjamin Has a Van | Steven Drears | Þáttur: House on the Lake |
2009-2011 | Bored to Death | Howard Baker | 4 þættir |
2011 | The Heart, She Holler | Hurlan | 6 þættir |
2011 | Raising Hope | Rubin | Þáttur: Bro-gurt |
2012 | The High Fructose Adventures of Annoying Orange | Clyde the Pac Man draugur | Þáttur: Generic Holiday Special Talaði inn á |
2007-2012 | WordGirl | Tobey | 25 þættir |
2012 | Bob´s Burger | Moody Foodie | Þáttur: Moody Foodie Talaði inn á |
2012 | Metalocalypse | ónefnt hlutverk | 2 þættir |
2012 | Simpsonfjölskyldan | T-Rex | Þáttur: The Day the Earth Stood Cool Talaði inn á |
2012 | Two and a Half Men | Billy Stanhope | 4 þættir |
2012 | Burn Notice | Colin Schmidt/Calvin Schmidt | 3 þættir |
2013 | The Newsroom | Jonas Pfeiffer | Þáttur: First Thing We Do, Let´s Kill All the Lawyers |
2013 | Portlandia | Thor83 | 2 þættir |
2013 | Justified | Lögregluþjóninn Bob Sweeney | 2 þættir |
Útgáfa
[breyta | breyta frumkóða]Plötur
[breyta | breyta frumkóða]- 222 (Live & Uncut) (2003)
- Feelin' Kinda Patton (2004)
- Werewolves and Lollipops (2007)
- My Weakness Is Strong (2009)
- Finest Hour (2011)
Lengri útgáfa leikrits (Extended play)
[breyta | breyta frumkóða]- Patton vs. Alcohol vs. Zach vs. Patton (2005) með Zach Galifianakis[5]
- Melvins/Patton Oswalt split 7 (2006) með The Melvins[6]
- Comedians of Comedy Tour 3" geisladiskur (2006)
- The Pennsylvania Macaroni Company (2006) með Brian Posehn, Maria Bamford, og Eugene Mirman[7]
- Frankensteins and Gumdrops (2008)
Safnverk
[breyta | breyta frumkóða]- Beth Lapides' Un-Cabaret – The Un & Only Geymt 3 maí 2008 í Wayback Machine (2002)
- Beth Lapides' Un-Cabaret – The Good, The Bad, and the Drugly Geymt 3 maí 2008 í Wayback Machine (2006)
- Comedy Death-Ray (2007) [8]
DVD
[breyta | breyta frumkóða]- No Reason to Complain (2004)
- My Weakness Is Strong (2009)
- Finest Hour (2012)
DVD framkoma
[breyta | breyta frumkóða]- Rock Against Bush, Vol. 2 (2004)[9]
- The Comedians of Comedy: Live at the El Rey (2005)
- The Comedians of Comedy: Live at the Troubadour (2007)
Bækur
[breyta | breyta frumkóða]- JLA: Welcome to the Working Week (DC Comics, 2003)
- The Overrated Book (meðhöfundur með Henry H. Owings, 2006)
- The Goon noir (meðhöfundur með Thomas Lennon, Steve Niles og Eric Powell, 2007)
- The Rock Bible: Unholy Scripture for Fans & Bands (meðhöfundur með Henry H. Owings, 2008)
- Serenity: Float Out (Dark Horse Comics, 2010)
- Zombie Spaceship Wasteland (2011)
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Annie verðlaunin
- 2008: Tilnefndur fyrir fyrir bestu telsetningu í teiknimynd fyrir Ratatouille.
Broadcast Film Critics Association verðlaunin
- 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.
Central Ohio Film Critics Assocication verðlaunin
- 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.
Chicago Film Critics Association verðlaunin
- 2011: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.
Gotham verðlaunin
- 2009: Tilnefndur til Breakthrough verðlaunana fyrir Big Fan.
Los Angeles Film Critics Association verðlaunin
- 2011: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.
National Society of Film Critics verðlaunin
- 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.
Palm Springs International Film Festival verðlaunin
- 2012: Chariman´s Vanguard verðlaunin fyrir Young Adult ásamt Charlize Theron, Diablo Cody og Jason Reitman.
Santa Barbara International Film Festival verðlaunin
- 2012: Virtuoso verðlaunin fyrir Young Adult.
Toronto Film Critics Association verðlaunin
- 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Oswalt fjallar um þetta á grínplötunni Patton Oswalt: My Weakness is Strong árið 2009.
- ↑ „Yfirlit yfir geisladiska og bækur til sölu á heimasíðu Patton Oswalt“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. janúar 2013. Sótt 1. febrúar 2013.
- ↑ Dagsetning DVD útgáfunnar var gefin upp í auglýsingahléum sama kvöld og þátturinn var sýndur á Comedy Central þann 23. ágúst, 2009.
- ↑ Hartlaub, Peter. „Sf gate - DVD review: 'Finest Hour' by Patton Oswalt“. Sf gate. Sf gate. Sótt 8. nóvember 2012.
- ↑ „Chunklet“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. desember 2007. Sótt 1. febrúar 2013.
- ↑ „Chunklet“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2006. Sótt 1. febrúar 2013.
- ↑ „Chunklet“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2006. Sótt 1. febrúar 2013.
- ↑ Amazon.com: Comedy Death Ray: Music: Various Artists
- ↑ „Rock Against Bush, Vol. 2 by Various Artists“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. nóvember 2005. Sótt 1. febrúar 2013.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Patton Oswalt“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. febrúar 2013.
- Patton Oswalt á IMDb
- Heimasíða Patton Oswalt Geymt 8 febrúar 2013 í Wayback Machine
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Patton Oswalt á IMDb
- Heimasíða Patton Oswalt Geymt 8 febrúar 2013 í Wayback Machine
- Patton Oswalt á Myspace
- Patton Oswalt á Comedy Central sjónvarpsstöðinni Geymt 31 janúar 2013 í Wayback Machine