Stríð Sovétríkjanna og Póllands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stríð Sovétríkjanna og Póllands

Hermenn í skotgröf í orrustunni við Niemen.
Dagsetning14. febrúar 1919[2] – 18. mars 1921
(2 ár, 1 mánuður og 4 dagar)
Staðsetning
Niðurstaða

Pólskur sigur

  • Útþensla Sovétmanna til vesturs stöðvuð
  • Sovétmönnum mistekst að breiða kommúnisma til Evrópu
  • Austurlandamæri Póllands tryggð handan við Curzon-línuna sem Vesturlönd höfðu lagt
  • Riga-sáttmálinn undirritaður
Breyting á
yfirráðasvæði
  • Pólland tók yfir Vestur-Úkraínu og Vestur-Belarús (Kresy í Póllandi á millistríðsárunum)
  • Sovétríkin tóku yfir Austur-Úkraínu og Austur-Belarús
  • Stríðsaðilar
    • Rússland Sovétlýðveldið Rússland
    •  Sovétlýðveldið Úkraína
    Stuðningur:
    Leiðtogar
    Fjöldi hermanna
    Snemma árs 1919: ~50.000[3]
    Sumarið 1920:
    800.000–950.000[4]
    Snemma árs 1919: ~80.000[5]
    Sumarið 1920:
    Í kringum 1.000.000[6]
    Úkraína: 20.000[7]
    Rússneskir sjálfboðaliðar: 20.000[7]
    Mannfall og tjón
    Alls tilkynnt: 140.000–145.000
    u. þ. b. 60.000 látin[8]
    óþekktur fjöldi særðra
    u. þ. b. 80.000–85.000 teknir höndum[9]
    Alls tilkynnt: 212.420
    47.551 látin
    113.518 særð
    51.351 tekin höndum eða týnd[10][11][12]

    Stríð Sovétríkjanna og Póllands (febrúar 1919 – mars 1921) var stríð milli Rússlands og Sovéska sósíalíska lýðveldisins Úkraínu annars vegar og Póllands og Alþýðulýðveldisins Úkraínu hins vegar. Stríðið var afleiðing árekstra í útþenslustefnu ríkjanna. Pólland reyndi að tryggja sér landsvæði sem það hafði tapað seint á 18. öld. Sovétríkin stefnu á að halda yfirráðum yfir þessu sama landsvæði sem hafði tilheyrt Rússneska keisaradæminu fram að fyrri heimsstyrjöldinni. Bæði ríkin lýstu yfir sigri í stríðinu.

    Landamæri Rússlands og Póllands höfðu ekki verið skilgreind í Versalasamningunum og ýmsir atburðir undir lok styrjaldarinnar og í kjölfar hennar ógnuðu stöðugleika í Austur-Evrópu: Rússneska byltingin 1917 og hrun Rússneska, Þýska og Austurríska keisaraveldisins; Borgarastríðið í Rússlandi; brotthvarf miðveldanna frá austurvígstöðvunum; og tilraunir Úkraínu og Hvíta-Rússlands til að öðlast sjálfstæði. Józef Piłsudski, leiðtogi Pólverja, taldi að rétti tíminn væri til þess að færa út landamæri Póllands í austurátt svo langt sem hægt væri og þanning mætti varna gegn uppgangi þýskrar og rússneskrar heimsveldisstefnu. Lenín leit aftur á móti á Pólland sem brúna sem Rauði herinn yrði að fara yfir til að geta komið kommúnistum í Þýskalandi til hjálpar og öðrum byltingaröflum í Vestur-Evrópu.

    Undir árslok 1919 hafði pólskum hersveitum tekist að ná yfirráðum yfir stórum hluta að Vestur-Úkraínu. Bolsévikar höfðu á sama tíma náð yfirhöndinni í borgarastríðinu í Rússlandi. Vorið 1920 náu sovéskar hersveitir að brjóta á bak aftur pólska herinn og hrekja hann alla leið aftur til höfuðborgarinnar Varsjár. Í Vestur-Evrópu vaknaði ótti við sovéskar hersveitir sem nálguðust óðum landamæri Þýskalands. Um mitt sumarið var útlið fyrir að Varsjá myndi falla en um miðjan ágúst höfðu pólskar hersveitir betur í Orrustunni um Varsjá og sneru vörn í sókn. Þá hófu Sovétmenn friðarumleitanir og stríðinu lauk með vopnahléi sem tók gildi í október 1920. Friðarsamningarnir, Riga-sáttmálinn, var undirritaður 18. mars 1921 en þar var kveðið á um skiptingu landsvæðisins sem deilt var um.

    Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

    • Chwalba, Andrzej (2020). Przegrane zwycięstwo. Wojna polsko-bolszewicka 1918–1920 (pólska). Wołowiec: Wydawnictwo Czarne. ISBN 978-83-8191-059-0.
    • Davies, Norman Richard (2003) [1972]. White Eagle, Red Star: the Polish-Soviet War, 1919–20 (New. útgáfa). New York: Pimlico / Random House Inc. ISBN 978-0-7126-0694-3.

    Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

    1. Orrustan við Daugavpils
    2. 2,0 2,1 Sjálfboðaliðar

    Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

    1. „Rumunia – zapomniany sojusznik“ [Rúmenía – gleymdur bandamaður]. Chwała Zapomniana (pólska). 6. mars 2019.
    2. Chwalba 2020, bls. 13.
    3. Davies 2003, bls. 39.
    4. Davies 2003, bls. 142.
    5. Davies 2003, bls. 41.
    6. Czubiński 2012, bls. 115–118.
    7. 7,0 7,1 Bilans wojny polsko-bolszewickiej. Liczba żołnierzy, zabici, ranni i wzięci do niewoli
    8. Rudolph J. Rummel (1990). Lethal politics: Soviet genocide and mass murder since 1917. Transaction Publishers. bls. 55. ISBN 978-1-56000-887-3. Sótt 5. mars 2011.
    9. Chwalba 2020, bls. 306–307.
    10. Chwalba 2020, bls. 279–281.
    11. Davies, Norman (1972). White eagle, red star: the Polish-Soviet war, 1919–20. Macdonald and Co. bls. 247. ISBN 978-0356040134. Sótt 23. október 2011 – gegnum Google Books.
    12. Karpus, Zbigniew, Alexandrowicz Stanisław, Waldemar Rezmer, Zwycięzcy za drutami. Jeńcy polscy w niewoli (1919–1922). Dokumenty i materiały (Sigurvegarar á bak við gaddavír: Pólskir stríðsfangar 1919–1922: Skjöl og gögn), Toruń, Wydawnictwo Uniwersytetu Mikołaja Kopernika w Toruniu, 1995, ISBN 978-83-231-0627-2.